Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 01. nóvember 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Taldi sig þurfa breytingu - „Fann að þetta gæti verið spennandi"
Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það
Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið
Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið. Umgjörðin í Stjörnunni heillar, árangurinn í sumar sýndi að liðið er frábært og það verða fáar breytingar. Svo eru þær að fara í Evrópukeppnina og spila meistarar meistaranna. Það er mjög björt framtíð í Garðabæ," sagði Andrea Mist Pálsdóttir sem í síðustu viku var tilkynnt sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Andrea lék með uppeldisfélagi sínu Þór/KA í sumar eftir að hafa leikið í Svíþjóð tímabilið 2021.

Viðtal við Andreu fyrir tímabilið 2022

Andrea er 24 ára miðjumaður sem byrjaði alla átján leiki Þór/KA í Bestu deildinni í sumar. Stjarnan endaði í 2. sæti deildarinnar í haust. Kom það Andreu á óvart?

„Ef þú hefðir spurt mig í byrjun sumars þá kannski já, maður hefði haldið að (liðin í toppbaráttunni) yrðu Valur, Breiðablik og svo var Þróttur búið að sanna sig vel á undirbúningstímabilinu. En svo þegar leið á sumarið og maður sá hversu stabílar, samrýmdar og hæfileikaríkar Sjörnukonur voru - þá var þetta ekki spurning."

Hvernig var þessi ákvörðun að fara í Stjörnuna tekin?

„Ég er í skóla fyrir sunnan og fékk að æfa með Stjörnunni núna undir lok tímabilsins til að halda mér í standi á meðan tímabilið er að klárast. Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það."

Framtíðin björt en tímabilið vonbrigði
Hvernig var tímabilið með Þór/KA?

„Ég lýsi tímabilinu sem algjörum rússíbana. Við lentum í miklum meiðslum, mikil rótering á liðinu og árangurinn eftir því. Í Þór/KA er mikið af hæfileikaríkum og ungum leikmönnum sem eru að fara stíga stórt skref á næsta ári, fara í sítt annað tímabil. Framtíðin fyrir norðan er björt en tímabilið í heild sinni var því miður vonbrigði."

„Það vantaði stöðugleika. Við spilum mjög lítið á sömu vörninni og svo voru stóru karakterar sem meiddust alvarlega og misstu af mörgum leikjum,"
sagði Andrea.

Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner