Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 01. nóvember 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Taldi sig þurfa breytingu - „Fann að þetta gæti verið spennandi"
Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það
Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið
Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég taldi mig þurfa breytingu í fótboltanum og taldi þetta vera rétta skrefið. Umgjörðin í Stjörnunni heillar, árangurinn í sumar sýndi að liðið er frábært og það verða fáar breytingar. Svo eru þær að fara í Evrópukeppnina og spila meistarar meistaranna. Það er mjög björt framtíð í Garðabæ," sagði Andrea Mist Pálsdóttir sem í síðustu viku var tilkynnt sem nýr leikmaður Stjörnunnar. Andrea lék með uppeldisfélagi sínu Þór/KA í sumar eftir að hafa leikið í Svíþjóð tímabilið 2021.

Viðtal við Andreu fyrir tímabilið 2022

Andrea er 24 ára miðjumaður sem byrjaði alla átján leiki Þór/KA í Bestu deildinni í sumar. Stjarnan endaði í 2. sæti deildarinnar í haust. Kom það Andreu á óvart?

„Ef þú hefðir spurt mig í byrjun sumars þá kannski já, maður hefði haldið að (liðin í toppbaráttunni) yrðu Valur, Breiðablik og svo var Þróttur búið að sanna sig vel á undirbúningstímabilinu. En svo þegar leið á sumarið og maður sá hversu stabílar, samrýmdar og hæfileikaríkar Sjörnukonur voru - þá var þetta ekki spurning."

Hvernig var þessi ákvörðun að fara í Stjörnuna tekin?

„Ég er í skóla fyrir sunnan og fékk að æfa með Stjörnunni núna undir lok tímabilsins til að halda mér í standi á meðan tímabilið er að klárast. Þegar ég var búin að mæta á 2-3 æfingar fann ég einhverja tilfinningu að þetta gæti verið eitthvað spennandi. Síðan sýndi félagið mikinn áhuga og ég ákvað að taka þetta skref. Ég er mjög ánægð með það."

Framtíðin björt en tímabilið vonbrigði
Hvernig var tímabilið með Þór/KA?

„Ég lýsi tímabilinu sem algjörum rússíbana. Við lentum í miklum meiðslum, mikil rótering á liðinu og árangurinn eftir því. Í Þór/KA er mikið af hæfileikaríkum og ungum leikmönnum sem eru að fara stíga stórt skref á næsta ári, fara í sítt annað tímabil. Framtíðin fyrir norðan er björt en tímabilið í heild sinni var því miður vonbrigði."

„Það vantaði stöðugleika. Við spilum mjög lítið á sömu vörninni og svo voru stóru karakterar sem meiddust alvarlega og misstu af mörgum leikjum,"
sagði Andrea.

Viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner