Ágúst Hlynsson var svekktur að hirða ekki öll stigin þegar Víkingar gerðu 2-2 jafntefli við KA í Fossvoginum í dag.
"Þetta er orðið þreytt að ná ekki að vinna, ég verð að viðurkenna það. Sérstaklega er vont þegar við erum að fá á okkur fyrsta markið þá er erfitt að koma til baka. Þetta er farið að gerast svo oft að það er farið að sitja í hausnum á okkur."
"Þetta er orðið þreytt að ná ekki að vinna, ég verð að viðurkenna það. Sérstaklega er vont þegar við erum að fá á okkur fyrsta markið þá er erfitt að koma til baka. Þetta er farið að gerast svo oft að það er farið að sitja í hausnum á okkur."
Leikurinn í dag er sá síðasti hjá Ágúst fyrir Víking sem er á leið i atvinnumennskuna á ný.
"Ég fer út á morgun til Horsens í Danmörku, það er búinn að vera áhugi í allt sumar en svo fór þetta á fullt á síðustu dögum"
Hvernig leggst það í ágúst að fara til liðs sem situr á botninum í dönsku deildinni og hvernig lítur hann til baka á tíma sinn hjá Víkingi?
"Ég vona að ég nái að breyta einhverju hjá þessu liði! Þetta eru búin að vera tvö frábær ár í Víkinni. Ég er búinn að spila eiginlega alla leiki og mér finnst mér hafa gengið vel, náði að vinna titil með frábærum leikmönnum og þjálfurum svo þetta er búið að vera virkilega gaman."
Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir