Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   sun 08. apríl 2018 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir hefur ekkert nema gott að segja um lífið í Færeyjum
Heimir Guðjónsson er ánægður í Færeyjum.
Heimir Guðjónsson er ánægður í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjölmiðlamenn frá Íslandi fylgdust með HB, lærisveinum Heimis Guðjónssonar, ná í flottan sigur gegn EB/Streymi í færeysku Betri-deildinni í dag.

„HB tapaði öllum leikjunum sínum gegn EB/Streymi á síðustu leiktið. Þeir eru erfiðir heim að sækja," sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Heimir var látinn fara frá FH eftir síðasta sumar og fluttist þá til Færeyja þar sem hann tók við sigursælasta liðinu þar í landi, HB. Hvernig hefur byrjunin verið á þessu ævintýri?

„Byrjunin hefur verið upp og niður. Við unnum í dag og erum með sjö stig eftir fjórar umferðir, það er ásættanlegt í ljósi þess að það er verið að byggja upp nýtt lið hérna."

„Það eru margir efnilegir strákar í liðinu, strákar sem hafa burði til þess að vera góðir. Svo erum við með Binna (Brynjar Hlöðversson) vin ykkar, til að binda þetta saman - beint úr "gettóinu". Hann er allur að koma til," segir Heimir.

Líður vel í Færeyjum
Hefur eitthvað komið á óvart varðandi Færeyjar?

„Það er alltaf þannig að þegar þú ferð á nýjan stað, þá eru hlutir sem koma manni á óvart og hlutir sem maður þarf tíma til að átta sig á hvernig virka."

„Undirbúningstímabilið er styttra sem er bæði jákvætt og neikvætt. Það er ekki sama leiðinlega undirbúningstímabilið og á Íslandi en ég hefði þurft meiri tíma með liðið."

„Það er mjög fínt að vera hérna í Færeyjum. Mér hefur verið mjög vel tekið. Það er mjög fínt að vera hér og ekkert nema gott um það að segja" sagði Heimir að lokum.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner