Fjölmiðlamenn frá Íslandi fylgdust með HB, lærisveinum Heimis Guðjónssonar, ná í flottan sigur gegn EB/Streymi í færeysku Betri-deildinni í dag.
„HB tapaði öllum leikjunum sínum gegn EB/Streymi á síðustu leiktið. Þeir eru erfiðir heim að sækja," sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
„HB tapaði öllum leikjunum sínum gegn EB/Streymi á síðustu leiktið. Þeir eru erfiðir heim að sækja," sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Heimir var látinn fara frá FH eftir síðasta sumar og fluttist þá til Færeyja þar sem hann tók við sigursælasta liðinu þar í landi, HB. Hvernig hefur byrjunin verið á þessu ævintýri?
„Byrjunin hefur verið upp og niður. Við unnum í dag og erum með sjö stig eftir fjórar umferðir, það er ásættanlegt í ljósi þess að það er verið að byggja upp nýtt lið hérna."
„Það eru margir efnilegir strákar í liðinu, strákar sem hafa burði til þess að vera góðir. Svo erum við með Binna (Brynjar Hlöðversson) vin ykkar, til að binda þetta saman - beint úr "gettóinu". Hann er allur að koma til," segir Heimir.
Líður vel í Færeyjum
Hefur eitthvað komið á óvart varðandi Færeyjar?
„Það er alltaf þannig að þegar þú ferð á nýjan stað, þá eru hlutir sem koma manni á óvart og hlutir sem maður þarf tíma til að átta sig á hvernig virka."
„Undirbúningstímabilið er styttra sem er bæði jákvætt og neikvætt. Það er ekki sama leiðinlega undirbúningstímabilið og á Íslandi en ég hefði þurft meiri tíma með liðið."
„Það er mjög fínt að vera hérna í Færeyjum. Mér hefur verið mjög vel tekið. Það er mjög fínt að vera hér og ekkert nema gott um það að segja" sagði Heimir að lokum.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir