Selfosskonur gerðu góða ferð eftir Suðurstrandaveginum í kvöld þegar liðið heimsótti Keflavík í Pepsi Max deild kvenna.
Selfoss vann þar góðan útisigur 0 - 2 og lyfti sér þar með uppfyrir Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar.
Selfoss vann þar góðan útisigur 0 - 2 og lyfti sér þar með uppfyrir Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 2 Selfoss
„Ótrúlega stoltur að halda hreinu á móti svona sterku set pieces liði eins og Keflavík . Við vorum að spila vel varnarlega. Þær eru að fá fullt af færum úr föstum leikatriðum og þær eru sterkar þar en við stóðumst áhlaupið hjá þeim.“
Sagði Alfreð Elías Jónhannsson þjálfari Selfoss um leikinn.
Vörn Selfoss hefur verið afar sterk undanfarið og þegar síðustu leikir liðsins eru skoðaðir hefur aðeins lið Breiðabliks fundið leiðina að marki Selfoss.
„Við erum búin að vera bæta okkar leik síðan í fyrra . Við höfum alltaf talað um að við viljum bæta okkur frá því í fyrra og hitt í fyrra og við erum búin að gera það. Nú erum við komin með tveimur stigum fleira heldur en í fyrra og erum ótrúlega ánægð með það.“
Selfoss situr eftir leiki kvöldins í þriðja sæti deildarinnar með aðeins Val og Breiðablik ofar í töflunni. Alfreð vill væntanlega halda liðinu þar?
„Nei við ætlum að reyna fara fyrir ofan Val og Breiðablik.“
Sagði Alfreð og glotti en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir