Selfoss-KR 17:00 á laugardag
„Þær eru fyrir ofan okkur í deildinni en ég held að þetta séu tvö nokkuð jöfn lið," segir Þórunn Helga Jónsdóttir, fyrirliði KR, um bikarúrslitaleikinn gegn Selfossi á laugardag.
Topplið Vals og Breiðabliks duttu bæði snemma úr Mjólkurbikarnum í ár en KR hefur verið með bikarmeistaratitilinn á stefnuskránni síðan í vetur.
„Ragna Lóa (Stefánsdóttir, aðstoðarþjálfari) er titlagráðug. Þegar hún tók við liðinu í vetur kom hún inn í klefa og sagði að við ætluðum í bikarúrslitaleikinn. Þetta gerði hún nánast áður en hún kynnti sig."
Topplið Vals og Breiðabliks duttu bæði snemma úr Mjólkurbikarnum í ár en KR hefur verið með bikarmeistaratitilinn á stefnuskránni síðan í vetur.
„Ragna Lóa (Stefánsdóttir, aðstoðarþjálfari) er titlagráðug. Þegar hún tók við liðinu í vetur kom hún inn í klefa og sagði að við ætluðum í bikarúrslitaleikinn. Þetta gerði hún nánast áður en hún kynnti sig."
Þórunn Helga varð bikarmeistari með KR árið 2008 en þá var Hólmfríður Magnúsdóttir liðsfélagi hennar. Hólmfríður spilar í dag með Selfyssingum.
„Maður er aðeins farin að venjast því að sjá hana í fjólubláa litnum og þetta verður bara gaman," sagði Þórunn.
Stemningin fyrir leiknum er góð í Vesturbæ og leikmenn KR eru að bjóða upp á nýjung. „Við erum að gefa út tónlistarmyndband sem kemur út seinna í dag. Stemningin er mjög góð í Vesturbænum," sagði Þórunn að lokum.
Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn
Jói rýnir í úrslitaleikinn: Fjörugur leikur með mörkum og spennu
Athugasemdir