Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum svekktur eftir tapið gegn Þór í dag 0-1.
„Þetta var svekkjandi, bara á síðustu sekúndunni og það er bara dapurt." Sagði Rabbi eftir leik
„Þetta var svekkjandi, bara á síðustu sekúndunni og það er bara dapurt." Sagði Rabbi eftir leik
Lestu um leikinn: Njarðvík 0 - 1 Þór
Njarðvíkingar töðuðu sínum fyrsta leik í Inkasso þetta sumarið nú í dag þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn og sigruðu 0-1. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Njarðvíkingar fá á sig mark með síðustu spyrnunni en það gerðist líka gegn Þrótti í fyrstu umferð.
„Þetta er sama og á móti Þrótti, við fengum á okkur með síðustu spyrnu þar og það er það sama í dag, þetta eru dýr stig fyrir okkur." Hafði Rabbi um þetta að segja.
Njarðvíkingar voru margir hverjir ósáttir með langan uppbótartíma og þá sérstaklega þar sem þeim fannst ekki mikið um tafir í leiknum.
„Hann vill meina það að það séu skiptingar þarna þrjár mínútur plús ein skipting í uppbótartíma og það telji svona, það er dómarinn sem stýrir því."
Njarðvíkingar eiga virkilega erfitt verkefni í næstu umferð en þá gera þeir sér ferð uppá skaga og mæta þar ÍA sem hafa byrjað deildinna virkilega sterkt og þykja hvað líklegastir til að fara upp.
„Við erum með lið sem er að veita hinum liðunum keppni greiniega." Hafði Rabbi um skagaleikinn að segja.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir