
„Það var fyrst og fremst gaman að koma til baka og fá að spila með landsliðinu," sagði Rúrik Gíslason eftir 1-0 sigur Íslands á Írlandi í kvöld.
Lestu um leikinn: Írland 0 - 1 Ísland
„Við vorum kannski ekki að spila eins og Brasilía í dag en það er ekki okkar leikur. Sigur er sigur."
Rúrik kom aftur inn í landsliðshópinn í leikjunum gegn Kosóvó og Írlandi eftir tæplega tveggja ára fjarveru.
Hann vonast til að vera áfram í hópnum gegn Króatíu í júní.
„Ég stefni alltaf á að vera í þessum hóp. Ég æfi og nánast lifi fyrir að vera í landsliðinu. Þetta er undir mér komið, hvernig ég stend mig hjá mín félagsliði. Það er mikil samkeppni," sagði Rúrik.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir