Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
banner
   sun 28. ágúst 2022 19:20
Daníel Smári Magnússon
Nökkvi Þeyr: Maður er hálf orðlaus
Kominn með 17 deildarmörk
Nökkvi bætti í markasafnið í dag með stórglæsilegu marki, en það dugði ekki til.
Nökkvi bætti í markasafnið í dag með stórglæsilegu marki, en það dugði ekki til.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Nökkvi Þeyr Þórisson, leikmaður KA og markahæsti leikmaður Bestu-deildar karla, var ofboðslega svekktur eftir leik liðsins gegn Víkingi R. í toppslag dagsins. Nökkvi kom KA yfir um miðjan síðari hálfleikinn, en gestirnir sneru taflinu við og fara burt með stigin þrjú. 

„Maður er hálf orðlaus. Maður er svo svekktur,'' sagði Nökkvi. „Það er mjög erfitt að lýsa því, en ég er bara ógeðslega svekktur.''


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Víkingur R.

„Þegar við komumst yfir að þá fannst mér þetta í raun stefna í að við myndum halda þetta út, eða jafnvel setja eitt í viðbót en við fáum skítamark á okkur úr horni þar sem að menn eru sofandi og eru ekki fyrstir á boltann. Það eru svona lítil atriði sem að kosta, en við verðum bara að sleikja sárin og vera mættir grimmir til leiks í næsta leik.''

Sigurmarkið lá í loftinu og Nökkvi var viss um að það myndi detta KA megin. Nökkvi átti til að mynda skot í stöngina á 80. mínútu eftir frábæran undirbúning Sveins Margeirs Haukssonar.

„Í stöðunni 2-2, þá var ég viss um að við myndum fá eitt færi til að klára þetta. Svo fá þeir eitthvað... Hann fer í varnarmann og lekur þarna inn í gegnum pakkann og þetta er í raun bara alveg eins og markið sem við fáum á okkur í seinasta leik á móti þeim. Ógeðslega svekkjandi og stöngin inn fyrir þá og stöngin út fyrir okkur.''

Ekki gefst þó mikill tími til að gráta orðinn hlut, þar sem að næsta verkefni KA er á fimmtudaginn þegar að liðið fer í Kaplakrika og spilar gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við megum vera svekktir í kvöld, en svo er það bara að skrúfa hausinn aftur á og fókuseraðir á virkilega stóran leik á fimmtudaginn á móti FH í bikarnum. Svekktir í kvöld, sleikjum sárin en verðum klárir á móti FH.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner