Arnar Hallson þjálfari Aftureldingar var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli gegn Njarðvík í dag í 19. umferð Inkasso deild karla. Þetta var hörkuleikur frá byrjun til enda, mörk Aftureldingar skoruðu Róbert Orri Þorkellsson og Andri Freyr Jónasson og mörk Njarðvíkur skoruðu Ivan Prsaljko og Stefán Birgir Jóhannesson.
"Fyrri hálfleikurinn var mjög slappur og bara ekki sá fótbolti sem við viljum spila, síðari hálfleikurinn var mun betri. Það var meiri ákefð og meira skap og menn voru reiðir með að hafa klúðrað þessum fyrri hálfleik svona svakalega og það fannst mér jákvætt en við ætluðum okkur að vinna þennan leik" Sagði Arnar eftir leik
"Mér fannst við of passífir, mér fannst við ekki nógu ákafir í pressunni og ekki sækja mark númer 2, því þetta er núna þriðji leikurinn í röð sem við komumst snemma yfir í leiknum og við viljum æfa okkur í því að skora mark númer 2 og stýra leiknum" Sagði Arnar þegar spurt var hvað vantaði upp á í dag.
"Fyrri hálfleikurinn var mjög slappur og bara ekki sá fótbolti sem við viljum spila, síðari hálfleikurinn var mun betri. Það var meiri ákefð og meira skap og menn voru reiðir með að hafa klúðrað þessum fyrri hálfleik svona svakalega og það fannst mér jákvætt en við ætluðum okkur að vinna þennan leik" Sagði Arnar eftir leik
"Mér fannst við of passífir, mér fannst við ekki nógu ákafir í pressunni og ekki sækja mark númer 2, því þetta er núna þriðji leikurinn í röð sem við komumst snemma yfir í leiknum og við viljum æfa okkur í því að skora mark númer 2 og stýra leiknum" Sagði Arnar þegar spurt var hvað vantaði upp á í dag.
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 2 Njarðvík
Afturelding situr í 9. sæti deildarinnar aðeins 3 stigum frá falli og er næsti leikur þeirra gegn hörkuliði Gróttu á Seltjarnanesi þann 8. september næstkomandi.
Athugasemdir