Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   lau 31. ágúst 2019 17:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Hallsson: Ekki sá fótbolti sem við viljum spila
Arnar Hallsson aðalþjálfari og Magnús Már Einarsson aðstoðarmaður hans
Arnar Hallsson aðalþjálfari og Magnús Már Einarsson aðstoðarmaður hans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallson þjálfari Aftureldingar var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli gegn Njarðvík í dag í 19. umferð Inkasso deild karla. Þetta var hörkuleikur frá byrjun til enda, mörk Aftureldingar skoruðu Róbert Orri Þorkellsson og Andri Freyr Jónasson og mörk Njarðvíkur skoruðu Ivan Prsaljko og Stefán Birgir Jóhannesson.

"Fyrri hálfleikurinn var mjög slappur og bara ekki sá fótbolti sem við viljum spila, síðari hálfleikurinn var mun betri. Það var meiri ákefð og meira skap og menn voru reiðir með að hafa klúðrað þessum fyrri hálfleik svona svakalega og það fannst mér jákvætt en við ætluðum okkur að vinna þennan leik" Sagði Arnar eftir leik

"Mér fannst við of passífir, mér fannst við ekki nógu ákafir í pressunni og ekki sækja mark númer 2, því þetta er núna þriðji leikurinn í röð sem við komumst snemma yfir í leiknum og við viljum æfa okkur í því að skora mark númer 2 og stýra leiknum" Sagði Arnar þegar spurt var hvað vantaði upp á í dag.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  2 Njarðvík

Afturelding situr í 9. sæti deildarinnar aðeins 3 stigum frá falli og er næsti leikur þeirra gegn hörkuliði Gróttu á Seltjarnanesi þann 8. september næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner