Björgvin Stefán Pétursson, leikmaður Leiknis F, var valinn bestur í 2. deildinni á lokahófi Fótbolta.net í fyrrakvöld.
Björgvin skoraði 12 mörk og hjálpaði Leiknismönnum að tryggja sér sæti í 1. deildinni á næsta tímabili.
Björgvin skoraði 12 mörk og hjálpaði Leiknismönnum að tryggja sér sæti í 1. deildinni á næsta tímabili.
„Ég raðaði inn mörkum fyrri hlutann en seinni hlutann var ég ekki alveg jafn heitur. En ég er bara sáttur og bara geggjað að fá þessi verðlaun, það er mikil viðurkenning. Ég er mjög sáttur," sagði Björgvin
„Við lögðum allir mikið á okkur í Leikni Fáskrúðsfirði og við uppskárum. Við spilum í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði og lyftingaraðstaðan er mjög góð, það er allt til alls," sagði Björgvin.
„Við fengum gervigrashús sem er Fjarðabyggðarhöllin fyrir svona sex árum síður. Ætli það sé ekki valdur af því, gervigraskynslóðin, við erum bara hluti af henni eins og allir aðrir og höfum getað æft eins og Reykjavíkurliðin. Við erum ekkert verri í fótbolta," sagði Björgvin, sem skrifar einnig fyrir Fótbolta.net þegar hann hefur tíma. Hann skrifaði um leik FH og Fjölnis í fyrradag.
„Ég hef verið að taka að mér fyrir Fótbolta.net en ég svindlaði samt ekki í kosningunni. Þetta eru fyrirliðar og þjálfarar. En að skrifa fyrir Fótbolta.net er mjög gaman," sagði Björgvin.
Athugasemdir