Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   þri 05. september 2023 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mainz
Svaf í kofa á milli langra og erfiðra æfinga - „Alveg annað sko"
Gott að yngja þetta aðeins og fá þá inn
Icelandair
Þurfum að bæta ofan á það sem við gerðum vel í síðasta verkefni
Þurfum að bæta ofan á það sem við gerðum vel í síðasta verkefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingu í Mainz í gær.
Á æfingu í Mainz í gær.
Mynd: KSÍ
Vonandi byrja ég
Vonandi byrja ég
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það fer mjög vel um okkur, fínasta hótel, flottir vellir og góður matur. Andinn er góður, góð blanda, nokkrir nýir sem koma bara vel inn og þetta lítur bara vel út finnst mér," sagði landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins eftir æfingu dagsins.

Næsti leikur liðsins, og sá fyrri í þessum landsleikjaglugga, verður gegn Lúxemborg í Lúxemborg á föstudag. Liðið undirbýr sig í Mainz í Þýskalandi en flytur sig yfir til Lúxemborgar á morgun.

Hákon talar um nokkra nýja leikmenn. Orri Steinn Óskarsson er í fyrsta sinn í hópnum, Júlíus Magnússon er í sínu fyrsta keppnisverkefni og sömu sögu er að segja af Kolbeini Birgi Finnssyni.

Hákon og Orri voru liðsfélagar í FC Kaupmannahöfn áður en Hákon hélt til Lille í sumar og hafa þeir spilað saman með yngri landsliðunum. Kristian Nökkvi Hlynsson er aftur í hópnum eftir að hafa verið valinn í júní.

„Ég þekki Orra mjög vel og Kristian líka. Við höfum verið saman lengi í landsliðunum, það er gott að yngja þetta aðeins og fá þá inn."

Hvernig byrjar þetta verkefni?

„Það var smá uppgjör á síðasta verkefni í gær, talað um hvernig leikirnir voru og hvernig við spiluðum. Svo er bara einbeiting á þessa næstu tvo leiki sem við þurfum að vinna."

Landsliðsmennirnir eru algjörlega í takti með það að markmiðið sé sex stig úr leikjunum gegn Lúxemborg og Bosníu. Þarf liðið að gera eitthvað öðruvísi en í júní til að ná í tvo sigra? Þá var frammistaðan góð en stigin engin.

„Við þurfum að bæta ofan á það sem við gerðum vel í síðasta verkefni og auðvitað er alltaf planið að fara inn í leiki til að vinna þá. Sérstaklega núna þar sem við erum í þessari stöðu þar sem við þurfum að ná í stig. Planið er að ná í sex stig."

Liðið kom saman í gær og leikurinn gegn Lúxemborg er ekki fyrr en á föstudag. Svo er leikurinn gegn Bosníu strax á mánudag.

„Við skoðuðum Lúxemborg aðeins í gær, ekki mikið, en ég held að það verði meira næstu daga. Við fáum lengri aðdraganda fyrir leikinn gegn Lúxemborg heldur en fyrir leikinn gegn Bosníu. Það er alveg tími til að skoða þá nógu vel."

Í toppformi eftir erfiðar æfingar
Hákon segist vera í mjög góðu standi, er búinn að æfa mjög vel með félagsliði sínu Lille í Frakklandi.

„Ég er búinn að spila nokkra leiki, spilum næstum því þrjá leiki í viku þannig ég er búinn að fá helling af spiltíma og æfa vel. Það eru langar og erfiðar æfingar, er í toppformi."

Eru æfingarnar hjá Lille lengri og erfiðari en hjá FCK?

„Á undirbúningstímabilinu voru tvær æfingar og þú varst bara allan daginn upp á velli. Þú ferð bara (á milli) í kofa og sefur og svo er aftur æfing. Það var alveg annað sko, næstum tveggja tíma æfingar á fullri keyrslu"

„Já og nei, þú ert mikið fyrir sjálfan þig, þarft að leggja þig og hvíla þig fyrir næstu æfingu ef þú æfir tvisvar á dag."


Vonandi byrja ég
Geriru væntingar til þess að byrja á móti Lúxemborg?

„Ekki væntingar beint, þjálfarinn ákveður hvað honum finnst best fyrir þennan leik. Vonandi byrja ég," sagði Hákon.

Í viðtalinu ræðir Hákon um Lille, bróður sinn Hauk Andra, skiptin frá FCK, verðmiðann á sér og meira um Orra Stein.
Athugasemdir
banner
banner