„Ég er mjög ánægður. Bara gríiðarlega hreykinn af liðinu mínu því ég held að ég hafi aldrei séð þær spila svona vel.“ Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 4-0 sigur á Val í dag. „Þetta voru okkar lang bestu 90 mínútur.“
Lestu um leikinn: Þór/KA 4 - 0 Valur
Þegar þessi lið mættust fyrr í sumar sigruðu Valskonur leikinn 6-1 aðspurður hvort það hafði hjálpað liðinu í dag sagði Jóhann:
„Það var erfitt að kyngja þeirri frammistöðu sem við sýndum þar og að sjálfsögðu ætluðum við að kvitta fyrir það. Það hjálpaði gríðarlega mikið til í að mótivera liðið eins og ég held að hafi sést á stelpunum.“
„Það er erfitt að vera alltaf pínu neikvæður. Við fórum illa með góð færri en að sama skapi eru við að skapa þessi færi. en þetta hefði getað orðið stærri sigur en 4-0 er ansi stórt á móti svona liði.“
Karen Nóadóttir hefur ekkert spilað með liðinu í seinustu þremur leikjum. Jóhann býst ekki við að hún spili meira í sumar:
„Hún er bara off. Hún lenti smá dæmi útaf bakinu. Hún var búin að vera með okkur í sumar, bæði æft og spilað þó öðru hafi verið haldið fram. Hún lendir í því að hún meiðist í baki og það átti að reyna að redda því. Það fór illa sem hefur kostað sjúkrahúslegu.“
Nánar er rætt við Jóhann í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir