Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Enski boltinn - Stór frumraun, Púlarar í skýjunum og meistarar í dimmum dal
Útvarpsþátturinn - Ísland, fréttaflóð úr Bestu og Viktor Örn
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fylkir vs MBL
Innkastið - Eigum að gera okkur vonir um HM 2026
Tveggja Turna Tal - Nik Chamberlain
Útvarpsþátturinn - Máni fer um víðan völl
Frá Akranesi til Gana: Fer aftur með fótboltabúnað fyrir jólin
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Víkingur vs Íþróttavikan
Hugarburðarbolti GW12 Man City tapaði fjórða leiknum í röð!
Enski boltinn - Liverpool er bara besta lið Evrópu
Tveggja Turna Tal - Jóhann Birnir Guðmundsson
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Fékk traustið áfram og gerði KA að bikarmeisturum
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Breiðablik vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti - Liverpool aftur á toppinn!
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
   lau 07. október 2017 12:58
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pyry Soiri: Thank you Mr. President!
,,Verði ykkur að góðu!
Pyry Soiri, þjóðhetja Íslendinga
Pyry Soiri, þjóðhetja Íslendinga
Mynd: Twitter
Hringt var í nýjustu þjóðhetju Íslendinga, Finnann Pyry Soiri í útvarpsþætti Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Pyrir Soiri varð að algjörri hetju hér á landi í gærkvöldi eftir að hafa skorað jöfnunarmark Finna í sínum fyrsta landsleik gegn Króatíu.

Markið þýddi að Íslendingar sitja á toppi riðilsins og geta því með sigri á Kósóvó komist beint á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Tómas Þór Þórðarsson ræddu við Pyry Soiri í útvarpsþætti Fótbolta.net áðan.

„Ekkert mál," sagði Pyry þegar Tómas Þór þakkaði honum fyrir það sem hann gerði í gærkvöldi.

„Þetta var frábært. Það var gaman að fá að spila og þegar ég komst inn í leikinn fékk ég gott tækifæri í lokin og náði að setja hann í netið. Hvað er hægt að segja? Þetta var frábær tilfinning. Ég er glaður að hjálpa liðinu mínu sem og ykkar!" sagði Pyry.

Pyry er orðinn gríðarlega vinsæll hér á landi eftir markið í gær og fékk hann skilaboð frá Íslendingum í gærkvöldi.

„Ég fékk nokkur fyndin og nokkur góð skilaboð."

Stærsta kveðjan kom hins vegar frá toppnum, sjálfum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni þar sem hann þakkaði Pyry fyrir markið. Pyry vissi ekki af því.

„Ég hef ekki séð hana enn. En það er frábært."

Tómas Þór þakkaði þá Pyry innilega fyrir markið í gær og það sem hann gerði fyrir íslenska landsliðið.

„Verði ykkur að góðu! Það var frábært að fá öll skilaboðin og ég er svo ánægður með að hafa náð í gott jafntefli."

Líkt og áður hefur komið fram náði Finnland gríðarlega sterku jafntefli gegn frábæru liði Króata

„Við vorum svolítið undir pressu í fyrri hálfleik en við fengum boltann meira í seinni hálfleik og settum pressu á þá. Við fengum meira að segja annað tækifæri til þess að stela sigrinum."

Pyry hefur aldrei komið til Íslands en hann var ekki í leikmannahópi Finna þegar þeir komu hingað til lands í fyrsta leik undankeppninnar.

„Ég hef aldrei komið. Ég verð að koma einhverntímann," sagði Pyry áður en að Tómas sagði að hann þyrfti að koma til landsins, því hann þyrfti líklega ekki að borga fyrir neitt hér.

Stofnaður var aðdáendaklúbbur Pyry hér á landi strax eftir leik og hafa hátt í 2000 manns gengið í klúbbinn.

„Ég er búinn að sjá þetta. Þetta er mjög gott, ég kann að meta þetta."

Þegar Pyry var kvaddur þakkaði hann öllum fyrir, þar á meðal sjálfum forsetanum.

„Thank you very much, and thank you Mr. President!" eða takk kærlega fyrir og takk Herra Forseti!
Athugasemdir
banner
banner