Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
banner
   lau 07. október 2017 12:58
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pyry Soiri: Thank you Mr. President!
,,Verði ykkur að góðu!
Pyry Soiri, þjóðhetja Íslendinga
Pyry Soiri, þjóðhetja Íslendinga
Mynd: Twitter
Hringt var í nýjustu þjóðhetju Íslendinga, Finnann Pyry Soiri í útvarpsþætti Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Pyrir Soiri varð að algjörri hetju hér á landi í gærkvöldi eftir að hafa skorað jöfnunarmark Finna í sínum fyrsta landsleik gegn Króatíu.

Markið þýddi að Íslendingar sitja á toppi riðilsins og geta því með sigri á Kósóvó komist beint á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Tómas Þór Þórðarsson ræddu við Pyry Soiri í útvarpsþætti Fótbolta.net áðan.

„Ekkert mál," sagði Pyry þegar Tómas Þór þakkaði honum fyrir það sem hann gerði í gærkvöldi.

„Þetta var frábært. Það var gaman að fá að spila og þegar ég komst inn í leikinn fékk ég gott tækifæri í lokin og náði að setja hann í netið. Hvað er hægt að segja? Þetta var frábær tilfinning. Ég er glaður að hjálpa liðinu mínu sem og ykkar!" sagði Pyry.

Pyry er orðinn gríðarlega vinsæll hér á landi eftir markið í gær og fékk hann skilaboð frá Íslendingum í gærkvöldi.

„Ég fékk nokkur fyndin og nokkur góð skilaboð."

Stærsta kveðjan kom hins vegar frá toppnum, sjálfum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni þar sem hann þakkaði Pyry fyrir markið. Pyry vissi ekki af því.

„Ég hef ekki séð hana enn. En það er frábært."

Tómas Þór þakkaði þá Pyry innilega fyrir markið í gær og það sem hann gerði fyrir íslenska landsliðið.

„Verði ykkur að góðu! Það var frábært að fá öll skilaboðin og ég er svo ánægður með að hafa náð í gott jafntefli."

Líkt og áður hefur komið fram náði Finnland gríðarlega sterku jafntefli gegn frábæru liði Króata

„Við vorum svolítið undir pressu í fyrri hálfleik en við fengum boltann meira í seinni hálfleik og settum pressu á þá. Við fengum meira að segja annað tækifæri til þess að stela sigrinum."

Pyry hefur aldrei komið til Íslands en hann var ekki í leikmannahópi Finna þegar þeir komu hingað til lands í fyrsta leik undankeppninnar.

„Ég hef aldrei komið. Ég verð að koma einhverntímann," sagði Pyry áður en að Tómas sagði að hann þyrfti að koma til landsins, því hann þyrfti líklega ekki að borga fyrir neitt hér.

Stofnaður var aðdáendaklúbbur Pyry hér á landi strax eftir leik og hafa hátt í 2000 manns gengið í klúbbinn.

„Ég er búinn að sjá þetta. Þetta er mjög gott, ég kann að meta þetta."

Þegar Pyry var kvaddur þakkaði hann öllum fyrir, þar á meðal sjálfum forsetanum.

„Thank you very much, and thank you Mr. President!" eða takk kærlega fyrir og takk Herra Forseti!
Athugasemdir
banner
banner
banner