Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   mán 10. október 2016 16:16
Elvar Geir Magnússon
Árni Vill: Ekki skemmtilegast að hanga á bekknum
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er stórleikur og mikið undir. Við erum gríðarlega peppaðir fyrir þennan leik. Ef við spilum okkar leik tel ég að þetta muni fara vel," segir sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson sem verður í eldlínunni með U21-landsliðinu á morgun.

Ísland mætir Úkraínu í gríðarlega mikilvægum leik á Laugardalsvelli. Sigur gerir það að verkum að íslenska liðið kemst í lokakeppni EM sem fram fer í Póllandi á næsta ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Tyrkland

„Úkraína er með nýtt lið og fer í þennan leik til að móta sitt lið. Þeir eru ekki að keppa um neitt á meðan mikið er í húfi hjá okkur. Við vitum ekki hvernig þeir munu koma í þetta."

Árni vonast eftir góðum stuðningi í leiknum.

„Við erum bara með eitt markmið og það er að ná í þrjá punkta. Það væri draumur að fá mikið af fólki til að horfa. Einhverjir af okkur munu vonandi fara upp í A-landsliðið og við lofum að bjóða upp á veislu hérna á morgun," segir Árni sem skoraði sigurmarkið þegar við unnum Úkraínu 1-0 á útivelli.

Árni var á bekknum þegar U21-landsliðið vann Skotland í síðustu viku.

„Það er ekkert skemmtilegast að hanga á bekknum en í landsleikjum er það liðið sem gengur fyrir. Ef þjálfarinn telur að annar leikmaður henti betur í þennan leik þá verður maður bara að halda sér heitum og koma klár inn."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner