Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
   mán 10. október 2016 16:16
Elvar Geir Magnússon
Árni Vill: Ekki skemmtilegast að hanga á bekknum
Árni Vilhjálmsson.
Árni Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er stórleikur og mikið undir. Við erum gríðarlega peppaðir fyrir þennan leik. Ef við spilum okkar leik tel ég að þetta muni fara vel," segir sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson sem verður í eldlínunni með U21-landsliðinu á morgun.

Ísland mætir Úkraínu í gríðarlega mikilvægum leik á Laugardalsvelli. Sigur gerir það að verkum að íslenska liðið kemst í lokakeppni EM sem fram fer í Póllandi á næsta ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Tyrkland

„Úkraína er með nýtt lið og fer í þennan leik til að móta sitt lið. Þeir eru ekki að keppa um neitt á meðan mikið er í húfi hjá okkur. Við vitum ekki hvernig þeir munu koma í þetta."

Árni vonast eftir góðum stuðningi í leiknum.

„Við erum bara með eitt markmið og það er að ná í þrjá punkta. Það væri draumur að fá mikið af fólki til að horfa. Einhverjir af okkur munu vonandi fara upp í A-landsliðið og við lofum að bjóða upp á veislu hérna á morgun," segir Árni sem skoraði sigurmarkið þegar við unnum Úkraínu 1-0 á útivelli.

Árni var á bekknum þegar U21-landsliðið vann Skotland í síðustu viku.

„Það er ekkert skemmtilegast að hanga á bekknum en í landsleikjum er það liðið sem gengur fyrir. Ef þjálfarinn telur að annar leikmaður henti betur í þennan leik þá verður maður bara að halda sér heitum og koma klár inn."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner