„Ég er ánægður með að vera hér," sagði Muhammed Mert við Fótbolta.net en hann samdi á dögunum við Víking Reykjavík.
„Ég vissi ekki mikið um fótboltann hér áður en ég kom. Ég sá landsliðið standa sig mjög vel á EM í fyrra og það er áhugavert að koma hingað núna."
Mert er 22 ára gamall en hann lék á sínum tíma með yngri landsliðum Tyrklands og Belgíu. Hann hefur á ferlinum verið á mála hjá Genk í Belgíu sem og Fortuna Sittard og NEC Nijmegen í Hollandi.
„Ég er teknískur leikmaður sem spilar framarlega á miðjunni. Ég er skapandi og vil gefa boltann á framherjana. Ég vil skora og leggja upp mörk til að hjálpa liðinu að vinna titilinn," sagði Mert.
„Ég væri ánægður með að skora nokkur mörk og leggja upp nokkur. Ég ætla að hjálpa liðinu að vinna titilinn og ég ætla að leggja hart að mér til að ná því."
Hér að ofan má sjá viðtalið við Mert í heild sinni.
Athugasemdir