„Það eru spennandi leikir framundan og við viljum klára þetta með stæl," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði landsliðsins, við Fótbolta.net á æfingu liðsins í dag.
Ísland leikur við Slóveníu á föstudaginn og nægir jafntefli til að tryggja sæti á EM í Hollandi, næsta sumar. Liðið leikur svo gegn Skotum, fjórum dögum síðar.
Ísland leikur við Slóveníu á föstudaginn og nægir jafntefli til að tryggja sæti á EM í Hollandi, næsta sumar. Liðið leikur svo gegn Skotum, fjórum dögum síðar.
„Við unnum þær stórt úti en þær eru með sterkt lið. Þær eru með fína leikmenn og sérstaklega sóknarmenn. Veikleikurinn er varnarleikurinn hjá þeim en þær eru með fínt lið og þetta verður hörkuleikur. "
Sara var búin að spila með Rosengard í Svíþjóð í fimm ár en hún færði sig yfir til Wolfsburg í Þýskalandi í sumar.
„Þetta er búið að vera mjög krefjandi, andlega og líkamlega en skemmtilegt. Mér fannst þetta rétta skrefið fyrir mig."
Liverpool og Chelsea mætast á sama tíma og Ísland keppir við Slóveníu. Sara vonast til að fólk horfi frekar á landsliðið.
„Ég vona að fólk horfi á okkur, frekar en Liverpool - Chelsea," sagði Sara.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir