„ Mjög mikil vonbrigði og þetta átti klárlega ekki að fara svona. Við ætluðum okkur að gera eitthvað allt annað í þessum leik.’’ segir Rakel Logadóttir þjálfari HK/Víkings eftir 5 -2 tap gegn Stjörnunni í kvöld.
Lestu um leikinn: HK/Víkingur 2 - 5 Stjarnan
„ Ég held að þrír leikir á einni viku hafi kanski spilað smá inn í. Það er þreytan og við náðum ekki að pressa hápressuna saman eins og við ætluðum okkur. ''
Hún tekur þó jákvæða punkta út frá leiknum og segir meðal annars að spilið á köflum hafi verið fínt.
„ Spilið á köflum var fínt hjá okkur og við náðum að tengja sendingar á milli manna oft á tíðum og náum upp skemmtilegu spili.''
„ Alltaf þegar maður er í síðasta sæti þá kanski er það alveg áhyggjuefni en deildin spilast þannig að það verður í raun og veru ekki áhyggjuefni því það er stutt í næsta leik. ''
Athugasemdir