„Mjög sáttur við frammistöðu liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik. Stelpurnar voru mjög kröftugar og skipulagið gekk ágætlega. Ég hefði viljað sleppa því að fá mark svo snemma á okkur en við vorum mjög flottar. Frábær frammistaða hjá liðinu á móti mjög góðu liði Donna," sagði Alfreð Elías eftir 2-0 tap gegn Selfoss á Þórsvellinum í dag.
Lestu um leikinn: Þór/KA 2 - 0 Selfoss
Selfoss kom skipulagt til leiks og gaf Þór/KA fá færi á sér.
„Við erum búnar að æfa ótrúlega vel í þessari viku og það var mikill tilhlökkun að koma hingað, þær eru ekki búnar að tapa hér síðan 1700 og súrkál. Mér fannst við sýna það að við eigum alveg erindi í þessari deild en þetta var tap og það gefur okkur ekki neitt."
Selfoss gerði vel að pressa Þór/KA.
„Við vorum að pressa sem lið en ekki sem einstaklingar og vorum þéttar. Gekk svona ágætlega en við vorum ekki að skapa mikið í seinni hálfleik en það voru svona hálffæri."
Selfoss á HK/Víking í næsta leik.
„Það verður mjög erfiður leikur, svokallaður sex stiga leikur og við verðum að fara vel inn í það. Fyrst er tveggja vikna æfingarvika og svo sjáum við til hvað gerist."
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir