Ásgeir Börkur mætti í Árbæinn í HK búningi í dag, hvernig mat hann leik kvöldsins?
„Var þetta ekki bara skemmtilegur fótboltaleikur? Við vorum kannski smá klaufar í þessum mörkum en það er bara fótboltinn, mörkin koma eftir mistök."
„Var þetta ekki bara skemmtilegur fótboltaleikur? Við vorum kannski smá klaufar í þessum mörkum en það er bara fótboltinn, mörkin koma eftir mistök."
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 2 HK
Leikurinn breyttist eftir brottvísun Valdimars og í kjölfar hennar varð mikill hasar þar sem m.a. Ásgeir Börkur fékk að líta gult spjald. Hvað gekk eiginlega á?
„Ég sá ekkert hvað gerðist og ætla ekki að segja um hvort þetta var rautt spjald eða ekki, ég sá bara minn mann liggja í jörðinni, ekkert meira."
HK átti erfitt með að skapa sér færi einum fleiri.
„Þetta er reynslumikið og fínt lið og þeir bara díluðu við þungann sem við settum á þá og eins og ég segi þá vantaði bara herslumuninn og það hefði verið gaman að troða einu marki inn í lokin."
Síðustu mínúturnar voru ansi "heitar" í stúkunni, baulað var á Valgeir eftir viðskiptin sem skópu rauða spjaldið og Ásgeir fékk að heyra það frá stúkunni líka, hvernig leið honum með það?
„Valgeir er einn mesti töffari sem ég hef spilað með og ég held að allt það sem hann fékk frá áhorfendum muni bara efla hann, hann hélt ótrauður áfram.
„Ég er búinn að fá að heyra það úr stúkunni frá Fylkismönnum og það var ekkert nýtt i dag."
Nánar er rætt við Ásgeir Börk í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir