Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 26. ágúst 2019 22:00
Magnús Þór Jónsson
Ásgeir Börkur: Búinn að fá að heyra það frá Fylkisstúkunni í mörg ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Börkur mætti í Árbæinn í HK búningi í dag, hvernig mat hann leik kvöldsins?

„Var þetta ekki bara skemmtilegur fótboltaleikur?  Við vorum kannski smá klaufar í þessum mörkum en það er bara fótboltinn, mörkin koma eftir mistök."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  2 HK

Leikurinn breyttist eftir brottvísun Valdimars og í kjölfar hennar varð mikill hasar þar sem m.a. Ásgeir Börkur fékk að líta gult spjald.  Hvað gekk eiginlega á?

„Ég sá ekkert hvað gerðist og ætla ekki að segja um hvort þetta var rautt spjald eða ekki, ég sá bara minn mann liggja í jörðinni, ekkert meira."

HK átti erfitt með að skapa sér færi einum fleiri.

„Þetta er reynslumikið og fínt lið og þeir bara díluðu við þungann sem við settum á þá og eins og ég segi þá vantaði bara herslumuninn og það hefði verið gaman að troða einu marki inn í lokin."

Síðustu mínúturnar voru ansi "heitar" í stúkunni, baulað var á Valgeir eftir viðskiptin sem skópu rauða spjaldið og Ásgeir fékk að heyra það frá stúkunni líka, hvernig leið honum með það?

„Valgeir er einn mesti töffari sem ég hef spilað með og ég held að allt það sem hann fékk frá áhorfendum muni bara efla hann, hann hélt ótrauður áfram. 

„Ég er búinn að fá að heyra það úr stúkunni frá Fylkismönnum og það var ekkert nýtt i dag."


Nánar er rætt við Ásgeir Börk í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner