Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   fös 28. apríl 2017 19:00
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán: Körfuboltaliðið sýnir að allt er hægt
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er að fara að bresta á. Við erum spenntir. Umfangið er mikið meira en við eigum að venjast síðustu ár og við fögnum því bara og tökum því opnum örmum," segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari nýliða Grindavíkur.

Grindavík hefur leik á mánudaginn með leik gegn Stjörnunni. Óli hefur verið í leit að liðsstyrk rétt fyrir mót.

„Við ætlum að reyna að taka inn nokkuð sterkan leikmann og við erum að vanda okkur. Það tekur pínu tíma að fá inn alvöru leikmann en við erum ekkert stressaðir, við erum klárir. Þó hann verði ekki með í fyrsta leik þá viljum við frekar vanda okkur. Við höfum til 15. maí og notum þann tíma mjög vel."

Grindavík hefur verið að glíma við meiðsli í hópnum síðustu vikur en það er farið að horfa til betri vegar.

„Það er gaman að sjá að það er farið að fjölga á æfingum," segir Óli Stefán.

Körfuboltalið Grindavíkur hefur náð mögnuðum árangri í vetur en liðið er á leið í oddaleik gegn KR á sunnudagskvöld. Fyrir tímabilið var liðinu ekki spáð góðu gengi en það er svipað uppi á teningnum með fótboltaliðið nú.

„Körfuboltaliðið er að hita vel upp fyrir okkur. Við fáum þá sjóðheita í stúkuna. Þeir eru að sýna hvað liðsíþrótt getur verið skemmtileg þegar liðsheildin smellur. Þá eru það ekki einstaklingsgæðin sem skipta mestu máli. Þeir sýna að allt er hægt ef menn standa saman og vinna rétt úr spilunum," segir Óli Stefán sem er spenntur fyrir því að mæta Stjörnunni.

„Ánægjulegt að fá Stjörnuna, þeir hafa ofboðslega gott lið með gott teymi og góða stuðningsmenn. Það verður gaman að fá þá í rokið í Grindavík."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner