„Bara ótrúlega svekkjandi. Mér fannst við eitthvernveginn vera miklu betri allan leikinn.'' Segir Ásdís Karen leikmaður KR eftir 2-0 tap á móti Fylki í dag.
Lestu um leikinn: KR 0 - 2 Fylkir
Hvað var það sem klikkaði hjá ykkur í dag ?
„Ég vildi að ég væri með svarið við því. Við vorum að halda boltanum vel en náðum ekki alveg að skapa okkur góð færi, við vorum í hálffærum eiginlega allan leikinn.''
Eftir leik dagsins situr KR í 9. sæti með 10 stig á meðan Fylkir fór upp í 6.sæti með 13 stig. Ásdís telur þetta þó ekki vera áhyggjuefni en heldur engin óskastaða.
„Nei ég myndi ekki segja áhyggjuefni en þetta er ekki óskastaða. Við verðum nú bara að rífa okkur upp það sem eftir er.''
Athugasemdir