Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
   fim 29. september 2016 19:16
Aron Elvar Finnsson
Lárus Orri: Tilfinningin er góð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Tilfinningin er fín. Ég hlakka til að takast á við þetta en ég veit að þetta verður erfitt. Ég veit hvernig svona starf er og þetta er krefjandi. En tilfinningin er góð,” sagði Lárus Orri Sigurðsson nýráðinn þjálfari karlaliðs Þórs. Lárus skrifaði undir þriggja ára samning nú í kvöld en Kristján Örn, bróðir hans, verður spilandi aðstoðarþjálfari.

Lárus Orri hefur þjálfað Þór áður en hann hætti síðast með liðið árið 2010. Hann segir ákvörðunina um að snúa aftur ekki hafa verið erfiða.
„Nei það var það í rauninni ekki. Þegar maður skoðaði allt saman gaumgæfilega var ákvörðunin ekki erfið. Það eru kostir og gallar við það að koma aftur í félag og maður verður bara að nýta sér þá kosti og vara sig á göllunum. En sérstaklega eftir að Krissi(Kristján Örn) var klár í þetta með mér, þá var þetta aldrei spurning.”

Eins og áður kom fram verður Kristján Örn Sigurðsson spilandi aðstoðarþjálfari, en hann var búinn að leggja skóna á hilluna. Hann ákvað þó að slá til þegar tilboðið barst.
„Það eru mjög góðar fréttir fyrir mig, og fyrir Þór. Síðan að Krissi hætti að spila þá er hann búinn að halda sér mjög fit þannig ég bara hlakka til að vinna með honum sem þjálfara og sem leikmanni,” bætti Lárus Orri við.

Þórsarar hafa lagt mikið upp úr því að byggja upp lið á heimastrákum og segir Lárus að engin breyting verði á því.
„Við ætlum bara að halda áfram með það sem er búið að vera að gera undanfarin ár. Við komum til með að líta í yngri flokkana og ungu strákana sem eru hérna. Þeim verður gefinn allur sá möguleiki sem fyrir hendi er og það er bara undir þeim komið að standa sig og taka þann möguleika.”

Nánar er rætt við Lárus Orra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner