
Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, var dapur eftir að hans menn féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn Þór frá Akureyri í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Fjölnir náði að jafna metin undir lok venjulegs leiktíma eftir að hafa lent undir. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, en þar voru gestirnir hlutskarpari.
„Ég er gríðarlega svekktur, ekki spurning," sagði Ólafur Páll eftir leikinn.
Fjölnir náði að jafna metin undir lok venjulegs leiktíma eftir að hafa lent undir. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni, en þar voru gestirnir hlutskarpari.
„Ég er gríðarlega svekktur, ekki spurning," sagði Ólafur Páll eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 5 Þór
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Þeir hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk. Við byrjum ekki leikinn fyrr en það eru 10-15 mínútur eftir. Það er það sem er gríðarlega svekkjandi, að fá heimaleik í bikarkeppninni og mæta í raun og veru ekki til leiks."
„Ég skrifa þetta ekki á vanmat, frekar kæruleysi," sagði Óli Palli að lokum en viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir