Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 30. júlí 2019 21:56
Arnar Helgi Magnússon
Rakel Loga: Ég hef trú og stelpurnar líka
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Rakel Logadóttir, þjálfari HK/Víkings, var svekkt eftir 2-0 tap gegn Selfossi í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Selfoss en bæði mörk liðsins komu í fyrri hálfleik.

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  0 HK/Víkingur

„Við mættum ekki í fyrri hálfleik og síðan byrjaði síðari hálfleikur 0-0. Þá mættum við og pressuðum aðeins hærra og lokuðum á löngu sendingarnar þeirra," sagði Rakel.

„Í hálfleik reyndum við að leysa það sem að við þurftum að leysa og tala um það hvernig við ætluðum að bregðast við. Við ákváðum að fara aðeins framar. Ég var sátt við stelpurnar í síðari hálfleik þó svo að við höfum ekki skorað, ég var sátt með baráttuna."

HK/Víkingur situr í neðsta sæti deildarinnar en Rakel er bjartsýn á framhaldið.

„Mér lýst bara vel á þetta. Við höldum áfram á okkar braut og reynum að tína stig hér og þar. Við reynum að vera jákvæðar og líta fram á veginn," sagði Rakel að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner