Rakel Logadóttir, þjálfari HK/Víkings, var svekkt eftir 2-0 tap gegn Selfossi í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Selfoss en bæði mörk liðsins komu í fyrri hálfleik.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Selfoss en bæði mörk liðsins komu í fyrri hálfleik.
Lestu um leikinn: Selfoss 2 - 0 HK/Víkingur
„Við mættum ekki í fyrri hálfleik og síðan byrjaði síðari hálfleikur 0-0. Þá mættum við og pressuðum aðeins hærra og lokuðum á löngu sendingarnar þeirra," sagði Rakel.
„Í hálfleik reyndum við að leysa það sem að við þurftum að leysa og tala um það hvernig við ætluðum að bregðast við. Við ákváðum að fara aðeins framar. Ég var sátt við stelpurnar í síðari hálfleik þó svo að við höfum ekki skorað, ég var sátt með baráttuna."
HK/Víkingur situr í neðsta sæti deildarinnar en Rakel er bjartsýn á framhaldið.
„Mér lýst bara vel á þetta. Við höldum áfram á okkar braut og reynum að tína stig hér og þar. Við reynum að vera jákvæðar og líta fram á veginn," sagði Rakel að lokum.
Athugasemdir