Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 20. september 2016 12:40
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 20. umferð: Fullt af hlutum sem maður hefur ekki stjórn á
Leikmaður 20. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar hefur leyst ýmis hlutverk með Stjörnunni í sumar.
Hilmar hefur leyst ýmis hlutverk með Stjörnunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hann er með átta stoðsendingar á tímabilinu.
Hann er með átta stoðsendingar á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðhyltingurinn Hilmar Árni Halldórsson er lang stoðsendingahæstur í Pepsi-deildinni en hann hefur spilað sig upp í að vera lykilmaður hjá Stjörnunni á sínu fyrsta tímabili. Hilmar var maður leiksins í sigri Stjörnunnar gegn ÍA í gær og er leikmaður umferðarinnar.

Hilmar segist ánægður með hvernig honum persónulega hefur gengið í sumar.

„Það hefur verið ákveðinn stígandi í mínum leik og ég er sáttur með það. Ég veit hvað ég get og hef æft vel og reynt að standa mig," segir Hilmar.

Í fyrra var hann potturinn og pannan í sóknarleik Leiknis og var næst stoðsendingahæstur í Pepsi-deildinni. Ljóst er að fleiri stór félög á Íslandi sjá eftir því að hafa ekki reynt að fá Hilmar í sínar raðir fyrir þetta tímabil.

Hilmar er 24 ára gamall og ekki ólíklegt að erlend félög muni bera víurnar í hann.

„Í gegnum tíðina hefur það alltaf verið draumurinn en eftir því sem maður eldist þá kemst maður að því að það er fullt af hlutum sem maður hefur enga stjórn á. Ég hef stjórn á því hvernig ég undirbý mig fyrir leiki og hvað ég geri inni á vellinum. Ef ég einbeiti mér að því þá kemur hitt," segir Hilmar.

„Ef maður setur fókusinn á réttu hlutina þá gerist vonandi eitthvað gott."

Tímabilið hefur verið ótrúlega sveiflukennt hjá Stjörnunni. Eyjólfur Héðinsson sagðist ekki eiga neinar skýringar á þessum sveiflum eftir leikinn í gær og Hilmar á þær ekki heldur.

„Ég ætla ekki að þykjast vera gáfaðri en hann. En það er rétt, það hafa verið miklar sveifur. Það er óþægilegt því allir leita eftir því að finna stöðugleika í leik sinn. Góðu rispurnar okkar hafa verið mjög góðar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að hugsa út í sem lið og reyna að bæta," segir Hilmar.

Stjarnan á eftir að mæta Fjölni og Víking Ólafsvík í síðustu umferðunum en liðið er í harðri baráttu um Evrópusæti.

Sjá einnig:
Bestur í 19. umferð - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Bestur í 18. umferð - Andreas Albech (Valur)
Bestur í 17. umferð - Damir Muminovic (Breiðablik)
Bestur í 16. umferð - Hallur Flosason (ÍA)
Bestur í 15. umferð - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur í 14. umferð - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Bestur í 13. umferð - Atli Viðar Björnsson (FH)
Bestur í 12. umferð - Róbert Örn Óskarsson (Víkingur R.)
Bestur í 11. umferð - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur í 10. umferð - Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Bestur í 9. umferð - Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
Bestur í 8. umferð - Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Bestur í 7. umferð - Davíð Þór Viðarsson (FH)
Bestur í 6. umferð - Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Bestur í 5. umferð - Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner