Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 01. júní 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Lars ræðir um Ísland og möguleikana á HM
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback bíður spenntur eftir að sjá íslenska landsliðið á HM í sumar. Lars var þjálfari Íslands frá 2012 til 2016 og hann er spenntur að sjá sína gömlu lærisveina á stóra sviðinu i Rússlandi.

„Ég mun ekki missa af neinum leik. Ég lofa því. Nema eitthvað alvarlegt komi upp á," sagði Lars við Fótbolta.net í dag.

Ísland er í D-riðli með Argentínu, Króatiu og Nígeríu en um er að ræða einn sterkasta riðil mótsins.

„Þetta er erfiður riðill. Ísland á klárlega séns en það er erfitt að segja til um það hversu mikill sá séns er. Þetta eru þrír leikir og þetta ræðst á smáatriðum. Ég tel að Ísland eigi samt góða möguleika," sagði Lars.

„Þegar ég sá dráttinn þá sagði ég strax að þetta væri ekki besti riðillinn til að lenda í. Þú ert á HM og nánast öll lið þar eru góð. Kannski er gott fyrir Ísland á ákveðinn hátt að mæta bestu liðunum þar sem þá er ekki búist við að liðið hafi mikla möguleika. Ísland sýndi á EM í Frakklandi og í undankeppninni að það getur staðið sig vel."

Lars er mættur til Íslands til að stýra Norðmönnum í vináttuleik gegn Íslandi annað kvöld.

„Ég er búinn að hitta nokkra vini mína og það er mjög gott að koma aftur hingað. Ég á svo margar góðar minningar héðan. Ég hafði vonast til að komast aftur hingað á leiki með liðinu en það er gott að koma núna," sagði Lars sem hefur fylgst vel með íslenska landsliðinu síðan hann hætti eftir EM í Frakklandi.

„Ég hef horft á alla mótsleiki Íslands. Ef ég hef ekki horft á þá í beinni þá hef ég horft á þá á myndbandi eftir á. Ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Ég er mjög hrifinn af því sem Heimir og leikmennirnir hafa gert. Það er frábært að sjá liðið komast á HM."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner