Keflavík mætti í heimsókn á Samsungvöllinn fyrr í dag í lokaumferðinni fyrir tvískiptingu Bestu-deildarinnar. Leikar enduðu 3-0 fyrir Stjörnumönnum, Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 0 Keflavík
„Þetta var mjög lélegur fyrri hálfleikur sérstaklega svo sem ekkert betri seinni hálfleikur hjá okkur. Við töpuðum á móti betra fótboltaliðinu í dag, það verður að segjast eins og er, þeir áttu sigurinn skilið."
„Við spiluðum fyrri hálfleikinn mjög illa, gerum ekki eins og við lögðum upp með. Við erum ekki að hlaupa nógu mikið, berjast, of langt frá mönnum og náum ekki að klukka þá. Stjörnuliðið er gott, sérstaklega á heima velli. Við réðum ekki við þá."
Keflavík er í botnsæti deildarinnar 7 stigum frá öruggu sæti. Haraldur var spurður hvað vantaði, svar hans var einfalt.
„Það vantar náttúrulega bara að vinna fótboltaleiki"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir