Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 05. júní 2018 13:15
Arnar Daði Arnarsson
Helgi Kolviðs: Fullt í leik Gana sem líkist leik Nígeríu og Argentínu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins segir að fyrir utan fyrirliðann, Aron Einar Gunnarsson ættu allir að vera klárir í leikinn gegn Gana á fimmtudaginn.

Sá leikur er síðasti leikur Íslands fyrir HM í Rússlandi.

Rúrik Gíslason kveinkaði sér aðeins í leiknum gegn Noregi á laugardaginn en Helgi segir að það sé ekkert alvarlegt.

„Hann fékk högg á tánna en það er ekkert sem við höfum áhyggjur af. Hann ætti að geta æft almennilega í dag. Við höfum ekki heyrt neitt annað."

Helgi er virkilega ánægður með að fá leik gegn Gana í undirbúningi fyrir HM.

„Við höfum verið að leikgreina bæði Nígeríu og Argentínu og það er fullt í leik Gana sem við getum borið saman. Við höfum verið að skoða myndbönd af öllum þessum þremur þjóðum og séð hvað bíður okkar og hvað við eigum að leggja áherslu á."

„Við höfum verið að æfa ákveðin föst leikatriði sem við ætlum jafnvel að nota í Rússlandi. Þetta eru hlutir sem við vildum gera hérna heima og við vildum líka útskýra afhverju við erum að gera þetta og hvenær við getum notað þetta. Það hafa því verið miklar pælingar fram og til baka í öllu sem við höfum verið að undirbúa fyrir þennan leik."

Gylfi Sigurðsson lék hálftíma gegn Noregi á laugardaginn og segir Helgi það vel inn í myndinni að Gylfi fá fleiri mínútur á fimmtudaginn. Gylfi er eins og flestir vita að stíga upp úr meiðslum sem hann hlaut í upphafi mars mánaðar.

„Það er alveg inn í myndinni og við höfum rætt þessa hluti. Hann kom vel út á þessum hálftíma sem hann fékk og það var líka mikilvægt fyrir hann að sjá það líka sjálfur, að fara inn í alvöru leik. Það var gott fyrir hann að fá þennan hálftíma og við sáum það líka hversu mikilvægur hann er okkur og það er alveg inn í myndinni að hann fái meiri spiltíma á fimmtudaginn," sagði Helgi Kolviðsson að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner