Keflvíkingar tóku á móti Stjörnunni á HS Orku vellinum í Keflavík þegar 11.umferð Bestu deildarinnar lauk í kvöld.
Keflavík komst yfir í leiknum í fyrsta skiptið í sumar en Stjörnumenn náðu að jafna undir lok leiks og þar við sat.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 1 Stjarnan
„Við vildum þrjú og stefndum á þrjú stig og við komumst yfir og erum 1-0 yfir þangað til á áttugustu og eitthvað þannig að pínu svekkelsi með það." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.
„Við gáfum eftir ákveðin svæði á vellinum og Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið heillt yfir fannst mér. Þeir áttu 1-2 langskot en sköpuðu heilt yfir ekki mikið þannig Mathias hafði svona frekar náðugan dag í markinu þannig pínu svekkelsi en eitt stig er betra en ekkert."
Keflavík eru búnir að skora 7 mörk þegar mótið er hálfnað fyrir skiptingu en á sama tíma í fyrra voru þeir með 19 mörk skoruð og hefur Sigurður Ragnar örlitlar áhyggjur af því en tekur þó fram að varnarleikurinn núna sé betri.
„Auðvitað sést það á leik okkar að við þurfum að bæta sóknarleikinn og erum að vinna í því og eitthvað hefur það að gera með gæði leikmanna eins og Sami (Kamel) kannski okkar besti sóknarmaður er búin að vera frá núna í 5 vikur þannig að við söknum hans mikið og vantaði Stefan Ljubicic líka sem er með heilahristing þannig að við þurftum að gera breytingar á liðinu og það er áhyggjuefni auðvitað hvað við skorum ekki nóg en á móti kemur þá hefur varnarleikurinn okkar verið mjög góður í sumar og betri en í fyrra þannig það eru svona plúsar og mínusar og við erum með öðruvísi lið en í fyrra."
Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |