Udogie orðaður við Man City - Huijsen eftirsóttur - Will Still gæti tekið við Southampton
Ekkert sem heillaði eins og FH - „Hugurinn leitaði heim eftir það"
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
   sun 11. júní 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Pínu svekkelsi en eitt stig er betra en ekkert
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti Stjörnunni á HS Orku vellinum í Keflavík þegar 11.umferð Bestu deildarinnar lauk í kvöld. 

Keflavík komst yfir í leiknum í fyrsta skiptið í sumar en Stjörnumenn náðu að jafna undir lok leiks og þar við sat.


Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Stjarnan

„Við vildum þrjú og stefndum á þrjú stig og við komumst yfir og erum 1-0 yfir þangað til á áttugustu og eitthvað þannig að pínu svekkelsi með það." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við gáfum eftir ákveðin svæði á vellinum og Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið heillt yfir fannst mér. Þeir áttu 1-2 langskot en sköpuðu heilt yfir ekki mikið þannig Mathias hafði svona frekar náðugan dag í markinu þannig pínu svekkelsi en eitt stig er betra en ekkert." 

Keflavík eru búnir að skora 7 mörk þegar mótið er hálfnað fyrir skiptingu en á sama tíma í fyrra voru þeir með 19 mörk skoruð og hefur Sigurður Ragnar örlitlar áhyggjur af því en tekur þó fram að varnarleikurinn núna sé betri.

„Auðvitað sést það á leik okkar að við þurfum að bæta sóknarleikinn og erum að vinna í því og eitthvað hefur það að gera með gæði leikmanna eins og Sami (Kamel) kannski okkar besti sóknarmaður er búin að vera frá núna í 5 vikur þannig að við söknum hans mikið og vantaði Stefan Ljubicic líka sem er með heilahristing þannig að við þurftum að gera breytingar á liðinu og það er áhyggjuefni auðvitað hvað við skorum ekki nóg en á móti kemur þá hefur varnarleikurinn okkar verið mjög góður í sumar og betri en í fyrra þannig það eru svona plúsar og mínusar og við erum með öðruvísi lið en í fyrra."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner