„Frammistaðan hefur verið betri undanfarnar vikur'' segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis eftir 2-1 sigur gegn Vestri.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 1 Vestri
„Það sást kannski á okkur í dag að þetta er þriðju leikurinn í vikunni, þannig menn voru bara svoldið þreyttir og þungir. Við þurftum að gera breytingu í hálfleik þar sem Baldur þurfti að fara útaf. Hann átti lítið eftir á tánknum, ný farinn af stað eftir meiðsli.''
„Það var svona þungt í okkur, menn voru þreyttir. Menn lögðu allt í þetta og uppskörðu þrjú stig og það er það sem við tökum úr þessu.''
Spurt var Ása hvort hann væri sáttur með gengi Fjölnis þetta tímabil.
„Við erum búnir að vera á mjög góðri takti undanfarið og ná í mikið af sigrum, það er bara góður taktur í liðinu. Þessi sigur í dag er kannski bara hluti af því.''
„Við verðum væntanlega í þriðja til fjórða sæti og það er þar sem flestir settu okkur fyrir mót, þannig við erum bara á þeim stað''
Ási er að fara þjálfa sinn síðasta leik sem Fjölnis þjálfari í næsta leik. Spurt var Ása um framtíð hans.
„Það verður bara að koma í ljós. Klára tíunda árið sem þjálfari hér er bara mikil tímamót og ýmsar tilfinningar sem hrærast í manni með það. Hvað verður veit ég ekki, verð bara aðeins að skoða hvort eitthvað kemur upp á borð varðandi þjálfun.''
Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan.
Athugasemdir