„Já svekkjandi en þeir voru svo sem töluvert betri en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnir að sleppa með 0 - 0 inn í hálfleik. Seinni hálfleikur var töluvert betri og fengum færi til að skora í seinni hálfleik en ég held að þegar allt er talið var þetta ekkert ósanngjarnt að þeir hafi tekið þetta," sagði svekktur Atli Sveinn Þórarinsson annar þjálfari Fylkis eftir 1 - 0 tap fyrir FH í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Fylkir
„Já, Aron Snær átti frábæran leik og geggjaður leikur hjá honum og maður hélt kannski á tímabili að við myndum sleppa með þetta og fengum færi til að skora í seinni hálfleik og fannst miðað við öll færin sem þeir fengu að við hefðum kannski getað komið í veg fyrir jöfnunarmarkið en því fór sem fór.
Já ég var ósáttur við hversu opnir við vorum varnarlega og strákarnir líka og tilraunin til að fara í þriggja manna vörn gekk aðeins betur og mér fannst þetta verða ögn þéttari og færri opnanir þannig að það gekk ekki."
Aðspurður um hvort að Fylkismenn muni bæta við leikmönnum og stöðuna á Arnóri Borg, hvort hann væri á förum frá félaginu eða hvað svaraði Atli Sveinn
„Guðmundur Steinn er að koma inn, svo er glugginn ekkert lokaður ennþá þannig að það gæti vel verið komi fleiri.
Já Arnór Borg mun klára tímabilið með okkur, það er pottþétt"
Nánar er rætt við Atla Svein í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir