Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   sun 20. febrúar 2022 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea setti sig í fyrsta sætið: Oft spurð af hverju Þór/KA en ekki Valur eða Breiðablik
Andrea Mist í leik með Þór/KA sumarið 2019.
Andrea Mist í leik með Þór/KA sumarið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea á meðal markaskorara í leik um daginn.
Andrea á meðal markaskorara í leik um daginn.
Mynd: Þór/KA
„Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að taka ákvörðun um að fara í Þór/KA. Mér finnst liðið líta mjög spennandi út, blanda af erlendum leikmönnum, reynslumiklum og reynslulitlum leikmönnum sem eru ungir og efnilegir. Ég tók mér langan tíma hvert ég vildi fara en einhvern veginn kallaði Þórshjartað, þó að þetta sé Þór/KA, á mig og ég vildi fara aðeins heim. Ég er mjög spennt og ánægð með þessa ákvörðun," sagði Andrea Mist Pálsdóttir, í viðtali við Fótbolta.net.

Andrea skrifaði undir samning við Þór/KA í síðasta mánuði og snýr heim eftir tveggja tímabili fjaveru, fyrra tímabilið var hún hjá FH og það seinna hjá Växjö í Svíþjóð.

„Fyrsti mánuðurinn hefur verið geggjaður, við höfum spilað nokkra leiki, skorað fullt af mörkum og þetta lítur bara mjög vel út. Ég bý í bænum þannig ég er ekkert að æfa með þeim alla daga vikunnar. Þetta er búið að vera æðislegt þó að ég hafi ekki þekkt flestar af þeim, þessar ungu, áður en ég kom. Þetta er búið að vera ljómandi."

Andrea segir að hún hafi rætt við Söndru Maríu Jessen áður en hún ákvað að fara í Þór/KA. Hún ræðir einnig um tímabilið í Svíþjóð.

Af hverju Þór/KA á þessum tímapuntki, af hverju ekki Valur eða Breiðablik?

„Þetta er spurning sem ég fæ mjög oft. Ég velti þessu alveg fyrir mér og margir hefðu sagt að það eina sem kæmi til greina væri Valur og Breiðablik, þau eru bæði með frábæra leikmannahópa."

„Ég kem heim frá Svíþjóð, ég myndi ekki segja að ég væri brotin en var með lítið sjálfstraust. Ég var búin að falla núna með þremur liðum og ákvað að setja mig sjálfa í fyrsta sætið, fara í þægindaramma: vera hjá mömmu og pabba og kærastanum á Akureyri. Svo heilluðu Jónsi og Perry mig bara með sinni leikfræði og þeirra markmiðum."

„Svo þegar ég fékk þessi bombu skilaboð frá Söndru um að hún væri að koma þá hugsaði ég að þetta liti vel út og ég ætlaði að fara í Þór/KA þar sem ég veit að mér líður vel af því að heima er alltaf best eins og allir segja. Ég ákvað að taka slaginn og er mjög spennt fyrir því,"
sagði Andrea.

Margrét Lára Viðarsdóttir hjálpaði Andreu í ákvörðunarferlinu og ræðir hún um hennar hjálp í spilaranum að ofan þar sem viðtalið í heild má nálgast.
Athugasemdir
banner
banner
banner