Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fim 22. júní 2023 23:01
Sölvi Haraldsson
Jeffsy: Ég hlakka til að hitta Helga!
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög ánægður með leikinn frá fyrstu mínútu. Við gerum tvö til þrjú varnarmistök í fyrri hálfleik sem þeir skora úr en heilt yfir vorum við með ágætis tök á leiknum fannst mér.“ sagði mjög sáttur Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 sigur á Gróttu.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Grótta

Fyrri hálfleikurinn var mjög kaflaskiptur en maður leið alltaf eins og mörkin væru á leiðinni í seinni hálfleik.

„Já mér leið þannig í seinni hálfleik. Mér leið eins og markið væri á leiðinni. Mér fannst það vera sanngjarnt þegar við jöfnuðum því við vorum betri þá. En heilt yfir fannst mér þessi þrjú stig sanngjörn í dag hjá okkur.“

Rétt fyrir hálfleik, í stöðuni 0-1, jafnið þið leikinn en markið var dæmt af þar sem flaggið fór á loft. Fékkstu einhverjar nánari útskýringar á því?

„Ég spurði hann og hann sagði að þetta hafi verið rangstaða. En ég er samt búinn að heyra annað, sem sagt að þetta hafi ekki verið rangstaða. En þetta var lykilatriði í leiknum því það er öðruvísi að fara inn í hálfleikinn í stöðunni 1-1 en 0-1. En strákarnir svöruðu þessu bara mjög vel. Við vorum mjög pirraðir og svekktir í hálfleik með það að merkið hafi ekki staðið en við náðum að endurstilla okkur og koma einbeittir í síðari hálfleikinn.“

Sigurmarkið hjá Jörgen kom beint úr pressunni ykkar en þeir voru búnir að vera mjög kaldir í markspyrnunum sínum í dag . Var þetta eitthvað sem var lagt upp með fyrir leik að pressa þá hátt?

„Við vorum búnir að leggja leikinn þannig upp að við ætluðum að pressa þá hátt á vellinum þegar þeir ætluðu að spila út frá marki. Mér fannst það ganga mjög vel, við vorum að vinna boltann mjög oft á sóknarþriðjungnum í dag. Ég er bara mjög ánægður með það.“

Næsti leikur er útileikur gegn Grindavík, hvernig leggst það í þig?

„Eins og ég segi í hverju einasta viðtali að þá eru allir leikir í þessari deild erfiðir. En ég hlakka til að hitta Helga og keppa á móti Grindavík, þetta verður hörkuleikur!“ sagði Ian Jeffs að lokum eftir 2-1 sigur Þróttara á Gróttu.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner