Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 22. júní 2023 23:01
Sölvi Haraldsson
Jeffsy: Ég hlakka til að hitta Helga!
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er bara mjög ánægður með leikinn frá fyrstu mínútu. Við gerum tvö til þrjú varnarmistök í fyrri hálfleik sem þeir skora úr en heilt yfir vorum við með ágætis tök á leiknum fannst mér.“ sagði mjög sáttur Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 sigur á Gróttu.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Grótta

Fyrri hálfleikurinn var mjög kaflaskiptur en maður leið alltaf eins og mörkin væru á leiðinni í seinni hálfleik.

„Já mér leið þannig í seinni hálfleik. Mér leið eins og markið væri á leiðinni. Mér fannst það vera sanngjarnt þegar við jöfnuðum því við vorum betri þá. En heilt yfir fannst mér þessi þrjú stig sanngjörn í dag hjá okkur.“

Rétt fyrir hálfleik, í stöðuni 0-1, jafnið þið leikinn en markið var dæmt af þar sem flaggið fór á loft. Fékkstu einhverjar nánari útskýringar á því?

„Ég spurði hann og hann sagði að þetta hafi verið rangstaða. En ég er samt búinn að heyra annað, sem sagt að þetta hafi ekki verið rangstaða. En þetta var lykilatriði í leiknum því það er öðruvísi að fara inn í hálfleikinn í stöðunni 1-1 en 0-1. En strákarnir svöruðu þessu bara mjög vel. Við vorum mjög pirraðir og svekktir í hálfleik með það að merkið hafi ekki staðið en við náðum að endurstilla okkur og koma einbeittir í síðari hálfleikinn.“

Sigurmarkið hjá Jörgen kom beint úr pressunni ykkar en þeir voru búnir að vera mjög kaldir í markspyrnunum sínum í dag . Var þetta eitthvað sem var lagt upp með fyrir leik að pressa þá hátt?

„Við vorum búnir að leggja leikinn þannig upp að við ætluðum að pressa þá hátt á vellinum þegar þeir ætluðu að spila út frá marki. Mér fannst það ganga mjög vel, við vorum að vinna boltann mjög oft á sóknarþriðjungnum í dag. Ég er bara mjög ánægður með það.“

Næsti leikur er útileikur gegn Grindavík, hvernig leggst það í þig?

„Eins og ég segi í hverju einasta viðtali að þá eru allir leikir í þessari deild erfiðir. En ég hlakka til að hitta Helga og keppa á móti Grindavík, þetta verður hörkuleikur!“ sagði Ian Jeffs að lokum eftir 2-1 sigur Þróttara á Gróttu.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner