
„Frammistaðan var góð, að koma beint úr bikarúrslitum og fara í Mosfellsbæinn, ná í stig þar, og koma svo hingað og spila á móti liði sem er að spila fyrir stoltið og Pálmi ætti að vera stotur að því að þær lögðu mikið á sig.” Þetta sagði John Andrews eftir 5-1 sigur á KR í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 - 1 KR
Sigurborg Katla, markmaður Víkings meiddist seint í leiknum: „ Ég vona að það sé lagi með Kötlu, hún lenti einkennilega á ökklanum, þannig að ég vona að það sé í lagi með hana að því að hún er búinn að eiga stórkostlegt tímabil fyrir sautján ára markmann.”
Tara Jónsdóttir hefur nú spilað hundrað leiki fyrir Víking og óskaði John henni til hamingju: „Ég vill einnig óska Töru Jóns fyrir hundrað leiki spilaða með félaginu, þetta er stórt afrek!
Víkingur varð Bikarmeistari fyrr í mánuðinum. Hvernig er stemningin í búningsklefanum eftir svona afrek?: „Hvað heldur þú? Hún er frábær. Við settum okkur markmið, eitt af þeim var að vinna Mjólkurbikarinn og enginn trúði á okkur nema við sjálf. Hitt markmiðið var að vinna deildina og við erum einu skrefi nær því markmiði núna.”
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.