Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   lau 24. júní 2023 17:14
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Ætlaði allt um koll að keyra í klefanum
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góð og þétt frammistaða frá báðum liðum í fyrri hálfleik en við stungum algjörlega af í seinni hálfleik." Segir Davíð Smári þjálfari Vestra eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Fjölni í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Vestri

„Við vorum frábærir í dag. Hrikalega sáttur við svona frammistöðu. Við getum meira sem er það skrýtna við þetta. Ég veit hvað býr í þessu liði. Við sýndum í seinni hálfleik að við erum bara hörkulið. Svona spilamennsku á útivelli gerir mig sáttann en samt svekktan að ná ekki að klára þetta."

Vestraliðið var yfir í allri baráttu í dag og mætti liðið tilbúnara í leikinn.

„Við vitum það sem lið að við erum komnir upp við vegg. Við þurfum að fara hala inn stigum og ég og liðið vissum það að við værum að mæta hingað í stríð á móti liði sem er fullt sjálfstraust og. búið að spila þokkalega og eru í öðru sæti. Allt hefur fallið fyrir þig á góðan hátt en þeir hafa unnið fyrir því."

Vestramenn lentu undir en jöfnuðu skömmu síðar og sýndu þar mikinn og góðan karakter.

„Að ná að svara fljótt er kærkomið. Ég er ánægður með það og það er gott fyrir Túfa að ná inn þessu marki. Hann hefur fengið færin en ekki klárað. Ég vona að blaðran sé sprungin hjá honum."

Davíð Smári mætti reiður í viðtal eftir seinasta leik og kallaði eftir að menn myndu taka ábyrgð og spila betur.

„Það ætlaði allt um koll að keyra í klefanum gegn Aftureldingu. Við gefum þeim soft mörk og varnarlega vorum við góðir en vantaði uppá aggression í boxinu og við slökktum bara á okkur. Mér fannst það ekki gerast í dag. Við vorum sterkir í dag og þéttir varnarlega."
Athugasemdir
banner
banner