Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 24. júní 2023 17:14
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Ætlaði allt um koll að keyra í klefanum
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Góð og þétt frammistaða frá báðum liðum í fyrri hálfleik en við stungum algjörlega af í seinni hálfleik." Segir Davíð Smári þjálfari Vestra eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Fjölni í dag.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Vestri

„Við vorum frábærir í dag. Hrikalega sáttur við svona frammistöðu. Við getum meira sem er það skrýtna við þetta. Ég veit hvað býr í þessu liði. Við sýndum í seinni hálfleik að við erum bara hörkulið. Svona spilamennsku á útivelli gerir mig sáttann en samt svekktan að ná ekki að klára þetta."

Vestraliðið var yfir í allri baráttu í dag og mætti liðið tilbúnara í leikinn.

„Við vitum það sem lið að við erum komnir upp við vegg. Við þurfum að fara hala inn stigum og ég og liðið vissum það að við værum að mæta hingað í stríð á móti liði sem er fullt sjálfstraust og. búið að spila þokkalega og eru í öðru sæti. Allt hefur fallið fyrir þig á góðan hátt en þeir hafa unnið fyrir því."

Vestramenn lentu undir en jöfnuðu skömmu síðar og sýndu þar mikinn og góðan karakter.

„Að ná að svara fljótt er kærkomið. Ég er ánægður með það og það er gott fyrir Túfa að ná inn þessu marki. Hann hefur fengið færin en ekki klárað. Ég vona að blaðran sé sprungin hjá honum."

Davíð Smári mætti reiður í viðtal eftir seinasta leik og kallaði eftir að menn myndu taka ábyrgð og spila betur.

„Það ætlaði allt um koll að keyra í klefanum gegn Aftureldingu. Við gefum þeim soft mörk og varnarlega vorum við góðir en vantaði uppá aggression í boxinu og við slökktum bara á okkur. Mér fannst það ekki gerast í dag. Við vorum sterkir í dag og þéttir varnarlega."
Athugasemdir
banner
banner