„Góð og þétt frammistaða frá báðum liðum í fyrri hálfleik en við stungum algjörlega af í seinni hálfleik." Segir Davíð Smári þjálfari Vestra eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Fjölni í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 1 Vestri
„Við vorum frábærir í dag. Hrikalega sáttur við svona frammistöðu. Við getum meira sem er það skrýtna við þetta. Ég veit hvað býr í þessu liði. Við sýndum í seinni hálfleik að við erum bara hörkulið. Svona spilamennsku á útivelli gerir mig sáttann en samt svekktan að ná ekki að klára þetta."
Vestraliðið var yfir í allri baráttu í dag og mætti liðið tilbúnara í leikinn.
„Við vitum það sem lið að við erum komnir upp við vegg. Við þurfum að fara hala inn stigum og ég og liðið vissum það að við værum að mæta hingað í stríð á móti liði sem er fullt sjálfstraust og. búið að spila þokkalega og eru í öðru sæti. Allt hefur fallið fyrir þig á góðan hátt en þeir hafa unnið fyrir því."
Vestramenn lentu undir en jöfnuðu skömmu síðar og sýndu þar mikinn og góðan karakter.
„Að ná að svara fljótt er kærkomið. Ég er ánægður með það og það er gott fyrir Túfa að ná inn þessu marki. Hann hefur fengið færin en ekki klárað. Ég vona að blaðran sé sprungin hjá honum."
Davíð Smári mætti reiður í viðtal eftir seinasta leik og kallaði eftir að menn myndu taka ábyrgð og spila betur.
„Það ætlaði allt um koll að keyra í klefanum gegn Aftureldingu. Við gefum þeim soft mörk og varnarlega vorum við góðir en vantaði uppá aggression í boxinu og við slökktum bara á okkur. Mér fannst það ekki gerast í dag. Við vorum sterkir í dag og þéttir varnarlega."
Athugasemdir