Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
   lau 24. september 2016 15:42
Hafliði Breiðfjörð
Kristófer: Fór að gráta eftir vítið sem tryggði sætið
Kristófer var kampakátur í leikslok eftir að hafa skorað fjögur mörk og tryggt sæti Leiknis F. í Inkasso-deildinni á ótrúlegan hátt.
Kristófer var kampakátur í leikslok eftir að hafa skorað fjögur mörk og tryggt sæti Leiknis F. í Inkasso-deildinni á ótrúlegan hátt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eitthvað það furðulegasta sem ég hef lent í," sagði Kristófer Páll Viðarsson leikmaður Leiknis Fáskrúðsfirði eftir að liðið hafði unnið 2-7 sigur á HK í Inkasso deildinni í dag og þar með bjargað sæti sínu í deildinni. Fyrir leikinn var ljóst að Leiknir þurfti að vinna HK og Huginn að tapa fyrir Selfossi auk þess sem markasveiflan varð að vera sjö mörk. Það gekk eftir því markasveiflan varð 8 mörk með 4-1 sigri Selfoss.

Lestu um leikinn: HK 2 -  7 Leiknir F.

„Við sögðum samt fyrir leikinn að við hefðum trú á þessu og sérstaklega í hálfleik. Þá sprungum við allir, og öskruðum hvor á annan. Við ætluðum að gera þetta. Þetta er það skrítnasta sem ég hef lent í. En við sýndum að við gátum þetta og við gátum þetta."

„Ég fór á koddann í gærkvöldi með þá hugsun að við værum að fara að halda okkur í þessari deild. Ég sagði líka fyrir sumarið að ef við færum niður þá myndi ég láta klippa mig stutthærðan og það er ekki séns að ég myndi láta það gerast. Ég held hárinu!"


Kristófer skoraði fjögur mörk fyrir Leikni í leiknum, þar af var fjórða markið sem tryggði liðinu sætið í Inkasso deildinni en það skoraði hann úr vítaspyrnu í lokin. Var hann aldrei í vafa um að taka hana?

„Auðvitað var ég smeykur og ég ætla ekki að ljúga því að ég var drullustressaður. Ég fór að gráta á leiðinni til baka eftir vítið. Ég vissi reyndar ekki hvernig staðan var í hinum leiknum en ég hugsaði að þetta væri að duga. Ég ákvað bara að skjóta beint á markið eins og ég geri yfirleitt. Þetta bara hafðist."

Kristófer lá eftir fögnuðinn yfir markið þegar verið var að taka miðju og svo á endanum gat hann ekki haldið leik áfram og bað um skiptingu. Ekki meiðsli, heldur tilfinningarnar sem báru hann ofurliði.

„Ég er búinn að vera veikur heima í fjóra daga frá þriðjudegi til föstudags frá skólanum. Á 10. mínútu stoppuðu þeir leikinn því ég var out. Í hausnum var ég ekkert inni í þessum leik heldur bara out. En eitthvað innra með mér sagði mér að halda áfram. Ég gat ekki hætt í stöðunni 1-0 eftir að hafa skorað og komið mér í gang."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner