Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 27. júní 2023 23:30
Sölvi Haraldsson
John Andrews vitnar í Roy Keane - „Þetta er vinnan þeirra“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rétt í þessu var að klárast toppslagur í Lengjudeild kvenna þar sem Víkingur R. fór með 3-1 sigur á hólmi gegn HK, sem sat í öðru sæti fyrir leikinn, í Kórnum. John Andrews var kampakátur að leikslokum.

„Við komum inn í þennan leik eins og við gerum alltaf. Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila á móti, við förum alltaf með sama upplegg inn í alla leiki.“ sagði John Andrews að leikslokum.


Lestu um leikinn: HK 1 -  3 Víkingur R.

Slökuðu á í eina mínútu og fengu á sig mark

Víkingskonur voru heilt yfir betri í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum þegar leið á fyrri hálfleikinn. John Andrews var sáttur með fyrri hálfleikinn.

„Við vissum hvað var á leiðinni. Þetta eru tvö topp lið í Lengjudeildinni og við vissum að við værum að fara að fá alvöru baráttu hér í dag. Það má ekki hætta að trúa gegn liði eins og HK. Það má ekki heldur slaka á í eina mínútu. Við slökuðum á í eina mínútu og fengum á okkur mark fyrir vikið. En fyrir utan það börðumst við eins og stríðmenn í kvöld.“

John var mjög sáttur með Sigurborgu og varnarmennina sína þegar HK hefðu getað skorað eftir skothríð hjá HK á 59. mínútu.

„Eins og Roy Keane segjir að þá er þetta vinnan þeirra. HK-ingarnir eru líklega mjög pirraðir að hafa ekki skorað úr þessum færum. Ég held að Erna og Emma hafi líka bjargað á línu tvisvar. Ég er mjög stoltur af liðinu og varamannabekknum líka. Þetta voru góð úrslit.“

Stór vika hjá Víkingum

Víkingskonur spila tvo gífurlega stóra leiki í þessari vikur og þær eru nú þegar búnar að vinna einn í kvöld. Sá síðari verður á föstudaginn þegar þær mæta FH ú undanúrslitum Mjólkurbikarsins. John Andrews er vægast sagt spenntur fyrir bikarleiknum.

„Þetta er frábært fyrir klúbbinn. FH eru vanir því að breyta oft til taktískt hjá sér fyrir leiki hjá okkur. Ég er að búast við hörkuleik frá Guðna og Hlyn en þeir eru með hörkuleikmenn. Við ætlum að hvíla á morgun, æfa á fimmtudaginn og vonandi verðum við tílbúnar á föstudaginn.“

„Maður veit samt aldrei. Við gætum bakkað vel til baka og verið leiðinleg með því að sækja með skyndisóknum. En við gætum líka pressað þær mjög hátt á vellinum. Hver veit? En það er fyrir okkur þjálfarana ákveða og ykkur fjölmiðlamenn að finna út úr. En þetta ætti að vera geggjaður leikur.“

Birta best í dag

Birta var valin maður leiksins en hún skoraði eitt og lagði upp eitt ásamt því að eiga mjög góðan leik. John Andrews var spurður út í frammistöðu hennar í dag.

„Það var mikil vinna sem miðjan okkar þurfti að vinna útaf gæðunum sem er á miðjunni hjá HK. Við áttum erfiðar fyrstu 10 mínútur í fyrri hálfleik en síðan vann Birta sig inn í leikinn og þá fékk Tara og Selma meira pláss og Hulda fékk mikið frelsi til að koma með fyrirgjafir. Einnig fékk Nadía mikið pláss en það kom allt útaf vinnunni sem miðjan skilaði inn í kvöld. Birta gerði mjög vel í dag og við erum mjög stolt af henni. Hún var líka ekki undir radarnum hjá okkur fyrir skömmu og sjáðu hana núna. Hún er mögnuð.“

Næsti leikur í deildinni er gegn Gróttu en er John byrjaður að hugsa eitthvað um hann?

„Nei alls ekki. Við erum ekki einu sinni byrjuð að hugsa um FH heldur því þessi leikur í kvöld var svo stór fyrir klúbbinn. Við gátum ekki vanvirt þennan leik með því að byrja hugsa um undanúrslitin endalaust alla vikunna.“ sagði John Andrews að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner