Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 29. október 2022 16:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir: Geta ekki gert grín í klefanum núna
Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur
Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Já þetta var tæpt. Ég gaf á Patrik líka í fyrri hálfleik sem að klúðraði deddara en hann borgaði tilbaka í seinni hálfleik með að skora úr sama færi." Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í dag en hann lagði upp 2 mörk og lyfti sér uppfyrir Tiago í baráttunni um Gullboltann sem er veittur fyrir flestar stoðsendingar í deildinni.

„Ég hef gert það í allt sumar að setja markmið fyrir hvern leik að leggja upp og skora þannig þetta er ekkert neitt nýtt fyrir mér og ég er búin að vera mjög heitur í seinustu leikjum og ég held ég sé komin með 10 stoðsendingar og 4 mörk núna í síðustu 7 leikjum þannig að það er mikið momentum með mér og svo hjálpar líka að eiga góða liðsfélaga."

Adam Ægir Pálsson hefur oft verið gagnrýndur fyrir það að þykja mjög eigingjarn leikmaður en endar tímabilið með 14 stoðsendingar sem er met í efstu deild.

„Ég er nú alveg eigingjarn líka stundum og það er alveg grín í klefanum hversu mikið ég skýt á markið og svona en þeir geta nú ekki kvartað miðað við hvað ég er búin að leggja upp mikið á þá í sumar." 

Nánar er rætt við Adam Ægi Pálsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner