Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.
Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 4 - 0 Fram
„Já þetta var tæpt. Ég gaf á Patrik líka í fyrri hálfleik sem að klúðraði deddara en hann borgaði tilbaka í seinni hálfleik með að skora úr sama færi." Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í dag en hann lagði upp 2 mörk og lyfti sér uppfyrir Tiago í baráttunni um Gullboltann sem er veittur fyrir flestar stoðsendingar í deildinni.
„Ég hef gert það í allt sumar að setja markmið fyrir hvern leik að leggja upp og skora þannig þetta er ekkert neitt nýtt fyrir mér og ég er búin að vera mjög heitur í seinustu leikjum og ég held ég sé komin með 10 stoðsendingar og 4 mörk núna í síðustu 7 leikjum þannig að það er mikið momentum með mér og svo hjálpar líka að eiga góða liðsfélaga."
Adam Ægir Pálsson hefur oft verið gagnrýndur fyrir það að þykja mjög eigingjarn leikmaður en endar tímabilið með 14 stoðsendingar sem er met í efstu deild.
„Ég er nú alveg eigingjarn líka stundum og það er alveg grín í klefanum hversu mikið ég skýt á markið og svona en þeir geta nú ekki kvartað miðað við hvað ég er búin að leggja upp mikið á þá í sumar."
Nánar er rætt við Adam Ægi Pálsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |