Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 29. október 2022 16:46
Sverrir Örn Einarsson
Aron Bjarki: Eiginlega bara spenntur að fara í fríið
Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara sárt, sérstaklega að hugsa til þess að eftir leikinn í dag að við erum að falla á markatölu. Maður getur hugsað til allra stigana sem að duttu á lokasekúndunum sem við klikkuðum á og okkur fannst við eiga að taka.“ Sagði Aron Bjarki Jóepsson leikmaður ÍA um tilfinninguna að falla en fall ÍA var endanlega staðfest í dag þó að vonin um björgun hafi í raun eingöngu verið tölfræðileg.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

Aron sem gekk til liðs við ÍA síðastliðin vetur frá liði KR og þrátt fyrir að fall sé niðurstaðan í ár ber Aron Akranesi og ÍA vel söguna.

„Þetta er náttúrulega geggjaður staður Akranes. Ég sjálfur er af landsbyggðinni og tengi svolítið við þessa stemmingu sem er á landsbyggðinni. Hún er öðruvísi en í vesturbænum, ekkert endilega betri eða verri og ég hef notið þess gríðarlega að fá að taka þátt í þessu.“

Hvað með framhaldið hjá Aroni? Sér hann fyrir sér að taka slaginn með ÍA í Lengjudeildinni að ári?

„Við höfum ekkert rætt þetta. Við erum bara búnir að vera að klára tímabilið og pæla í því. Þetta kemur bara allt í ljós og ég er eiginlega bara spenntur að fara í fríið og fara með krökkunum í sund og fylgja þeim í fótboltanum og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Svo sjáum við bara til þegar við förum að ræða málin.“

Sagði Aron en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner