Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 29. október 2022 16:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Gummi Magg: Mjög svekkjandi að hafa ekki náð gullskónum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fram gerðu sér ferð suður með sjó í dag þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram. Frammarar mættu þar Keflvíkingum á HS Orku vellinum í Keflavík. 

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Mér fannst við bara uppskera eftir því sem að leikurinn var. Við bara gátum voða lítið í seinni hálfleik." Sagði Guðmundur Magnússon leikmaður Fram eftir leikinn í dag.

Guðmundur Magnússon var mjög svekktur með hvernig leikurinn spilaðist fyrir Fram í dag.

„Já sérstaklega í ljósi þess að við töluðum um það inni í hálfleik að staðan væri 1-0 og við ætluðum að vinna seinni hálfleikinn og svo bara eins og svo oft áður þá gefum við mörk" 

„Annað markið, við missum boltann á miðjunni og þeir skora og ég man ekki hvort þriðja eða fjórða markið var líka þannig. Við vorum bara sjálfum okkur verstir í dag." 

Guðmundur Magnússon var í baráttunni um gullskóinn en honum vantaði mark í dag til þess að fara uppfyrir Nökkva Þeyr Þórisson í baráttunni en þeir enda tímabilið jafnir með 17 mörk en Nökkvi Þeyr fær skóinn á fleirri spiluðum mínútum.

„Já það var mjög svekkjandi sérstaklega þegar ég var mjög nálægt því í fyrri hálfleik en svona er bara boltinn og ég var alveg undirbúin undir það líka að ná ekki að skora þannig að ég mun taka nokkra daga í að vera svekktur en svona er bara boltinn og ég er mjög ánægður með tímabilið."

Nánar er rætt við Guðmund Magnússon í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner