Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 29. október 2022 16:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Gummi Magg: Mjög svekkjandi að hafa ekki náð gullskónum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fram gerðu sér ferð suður með sjó í dag þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram. Frammarar mættu þar Keflvíkingum á HS Orku vellinum í Keflavík. 

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Mér fannst við bara uppskera eftir því sem að leikurinn var. Við bara gátum voða lítið í seinni hálfleik." Sagði Guðmundur Magnússon leikmaður Fram eftir leikinn í dag.

Guðmundur Magnússon var mjög svekktur með hvernig leikurinn spilaðist fyrir Fram í dag.

„Já sérstaklega í ljósi þess að við töluðum um það inni í hálfleik að staðan væri 1-0 og við ætluðum að vinna seinni hálfleikinn og svo bara eins og svo oft áður þá gefum við mörk" 

„Annað markið, við missum boltann á miðjunni og þeir skora og ég man ekki hvort þriðja eða fjórða markið var líka þannig. Við vorum bara sjálfum okkur verstir í dag." 

Guðmundur Magnússon var í baráttunni um gullskóinn en honum vantaði mark í dag til þess að fara uppfyrir Nökkva Þeyr Þórisson í baráttunni en þeir enda tímabilið jafnir með 17 mörk en Nökkvi Þeyr fær skóinn á fleirri spiluðum mínútum.

„Já það var mjög svekkjandi sérstaklega þegar ég var mjög nálægt því í fyrri hálfleik en svona er bara boltinn og ég var alveg undirbúin undir það líka að ná ekki að skora þannig að ég mun taka nokkra daga í að vera svekktur en svona er bara boltinn og ég er mjög ánægður með tímabilið."

Nánar er rætt við Guðmund Magnússon í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner