Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.
Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.
Lestu um leikinn: Keflavík 4 - 0 Fram
„Ótrúlega flott. Mér fannst sóknarleikurinn hjá okkur smella í þessum leikjum og mjög sterkt. Við skorum 11 mörk í síðustu tveim leikjunum og okkur hefur gengið mjög vel með Fram í sumar og unnið þá þrisvar og skorað mikið af mörkum í öll skiptin og virðist henta okkur vel að spila á móti þeim." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.
„Þeir eru með hörku lið og unnu FH 3-0 í síðusta leik þannig við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt en þetta tókst mjög vel hjá okkur og við spiluðum mjög góðan fótbolta og létum boltann ganga hratt á milli okkar og sköpuðum fullt af færum þannig ég er mjög ánægður með liðið og ánægður með season-ið."
Keflvíkingar byrjuðu með Rúnar Gissurarson í markinu í dag og skýrði Siggi Raggi frá því að þeir vildu gefa honum leik.
„Við vildum gefa honum leik því hann hefur staðið sig vel í sumar og æft vel og kvartar aldrei og hefur verið í erfiðari stöðu kannski nánast í öllum leikjunum að vera varamarkmaður og vitandi það að það væru ekki varalið eða neinir aðrir leikir fyrir hann og hann fékk sénsin þegar Sindri fékk rautt fyrr á tímabilinu og spilaði svo leikinn sem Sindri var í banni en við vildum gefa honum leik og hann stóð sig frábærlega í dag og hélt hreinu og það er mjög jákvætt fyrir okkur."
Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |