Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 29. október 2022 16:07
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Virðist henta okkur vel að spila á móti þeim
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflvíkingar tóku á móti Fram þegar lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í dag á HS Orku vellinum í Keflavík.

Keflvíkingar voru fyrir leikinn í kjörstöðu til að enda í efsta sæti neðri helmingsins en þeir voru með töluvert betri markatölu en lið Fram sem þeir mættu í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 4 -  0 Fram

„Ótrúlega flott. Mér fannst sóknarleikurinn hjá okkur smella í þessum leikjum og mjög sterkt. Við skorum 11 mörk í síðustu tveim leikjunum og okkur hefur gengið mjög vel með Fram í sumar og unnið þá þrisvar og skorað mikið af mörkum í öll skiptin og virðist henta okkur vel að spila á móti þeim." Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag.

„Þeir eru með hörku lið og unnu FH 3-0 í síðusta leik þannig við vissum að þetta yrði ekkert auðvelt en þetta tókst mjög vel hjá okkur og við spiluðum mjög góðan fótbolta og létum boltann ganga hratt á milli okkar og sköpuðum fullt af færum þannig ég er mjög ánægður með liðið og ánægður með season-ið." 

Keflvíkingar byrjuðu með Rúnar Gissurarson í markinu í dag og skýrði Siggi Raggi frá því að þeir vildu gefa honum leik.

„Við vildum gefa honum leik því hann hefur staðið sig vel í sumar og æft vel og kvartar aldrei og hefur verið í erfiðari stöðu kannski nánast í öllum leikjunum að vera varamarkmaður og vitandi það að það væru ekki varalið eða neinir aðrir leikir fyrir hann og hann fékk sénsin þegar Sindri fékk rautt fyrr á tímabilinu og spilaði svo leikinn sem Sindri var í banni en við vildum gefa honum leik og hann stóð sig frábærlega í dag og hélt hreinu og það er mjög jákvætt fyrir okkur."

Nánar er rætt við Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner