Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   lau 29. október 2022 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Steven Lennon: Það væri auðvelda afsökunin
Steven Lennon
Steven Lennon
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrst af öllu við héldum okkur uppi sem er gott. Hvað mig persónulega þá er það ekkert leyndarmál að ég hef verið fjarri mínu besta. En svona er fótboltinn og þetta gerist á bestu bæjum. Þetta er bara eitthvað sem ég er að ganga í gegnum og verður vonandi ekki lengra en bara þetta ár.“ Sagði Steven Lennon leikmaður FH um tímabil sitt þetta árið en Lennon hefur verið ólíkur sjálfum sér ef miðað er við undanfarin tímabil með FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

Hvað sem veldur hjá Lennon er hægt að ræða en fréttaritari spurði hann hvort hann hefði verið að glíma við einhver meiðsli á tímabilinu eða annað slíkt sem hafi aftrað honum?

„Það væri auðvelda afsökunin. Auðvitað eru smávægileg meiðsli hér og þar. Sjaldan er ein báran stök og því miður hefur það verið þannig hjá mér á þessu tímabili. En nú er tímabilinu lokið og ég ætla að fara í frí og njóta mín og koma vonandi til baka inn í næsta tímabil sem sá Steven Lennon sem fólk þekkir.“

Það er þó ekki bara Lennon sem hefur átt erfitt uppdráttar í sumar en FH liðið var í basli lengst af á tímabilinu og er í raun að halda sér í deildinni á markatölu. Staða sem er óásættanleg fyrir klúbb eins og FH með þann hóp sem þeir hafa úr að spila?

„Fótbolti er ekki leikinn á pappír og er ekki spilaður með nöfnum. Þú verður að vinna vinnuna á vellinum. Mörg þessi nöfn í liðinu eru eldri leikmenn í dag sem eru ekki upp á sitt besta og þá þurfa yngri leikmenn að stíga upp. Mér finnst upp á síðkastið í síðustu 5-6 leikjum að þeir hafi verið að gera það sem er jákvætt en margir af ungu strákunum þurfa að mun meira og ég er vissu um að á komandi árum munu þeir gera það.“
Athugasemdir
banner