„Ég er sáttur við að hafa unnið Fram, þeir eru ekki auðveldir að eiga við," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 1-0 sigur ÍA gegn Fram.
Lestu um leikinn: Fram 0 - 1 ÍA
„Ég var rosalega sáttur með fyrri hálfleikinn. Þá náðum við að pressa ágætlega og unnum boltann oft hátt á vellinu, náðum að skapa okkur færi. 1, 2 jafnvel 3 mörk hefði mér fundist sanngjarnt út úr fyrri hálfleiknum."
ÍA hafa ekki fengið á sig mörg mörk í sumar og er þetta t.a.m. þriðji 1-0 sigur Skagamanna í sumar.
„Grunnurinn þarf alltaf að vera í lagi. Við erum góðir fram á við höfum kannski ekki alveg náð að nýta færin okkar og stöðurnar í byrjun móts, en ég er virkilega ánægður með hversu vel skipulagið er að halda aftar á vellinum."
„Aginn og vinnusemin í leikmönnunum þarf alltaf að vera grunnurinn, hitt kemur þegar líður á, við förum að skora fleiri mörk. Ein besta leiðin til að vinna fótboltaleiki er að halda hreinu svo það skipti miklu máli."
Næsti verkefni Skagamanna er á heimavelli gegn ÍR sem eru í fallsæti deildarinnar, það leggst vel í Jóa Kalla.
„Þetta eru allt hörkuleikir, ÍR eiga eftir að koma upp á Skaga dýrvitlausir en við erum bara klárir í hvaða leik sem er og við ætlum okkur að vinna þann leik."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir