Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð sáttur með sitt lið þrátt fyrir tap í vítaspyrnukeppni gegn FH í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í dag.
FH komst í 2-0 snemma leiks en þá tóku Stjörnumenn við sér og fannst Rúnar sitt lið spila betri bolta en FH.
„Mér fannst við sprækir eftir fyrstu tuttugu mínúturnar. Þá tókum við eiginlega yfir leikinn. Seinni hálfleikurinn var mjög góður hjá okkur. Við vorum betri en FH í þessum leik, það er bara þannig. Við vorum ekki alveg á tánum í byrjun og bárum fullmikla virðingu fyrir FH."
Rúnar kveðst ánægður með að fá þetta mót á þessum tímapunkti í undirbúningnum.
„Þetta er frábært. Það er gaman að það sé mikil umfjöllun um þetta mót og að það sé sýnt beint frá því. Það er gaman fyrir strákana og gott að geta séð leikina eftir á. Þetta er virkilega skemmtilegt mót og vonandi komið til að vera," segir Rúnar Páll.
Nánar er rætt við Rúnar Pál í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir