Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 13. júní 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Sig: Ég og sjúkraliðið höfum verið að vinna í þessu
Icelandair
Á landsliðsæfingu í dag.
Á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net í dag og fór yfir komandi leik gegn Slóvakíu í undankeppni EM.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður skynjar að það eru allir gíraðir og klárir í þennan mikilvæga leik. Maður finnur að það er alltaf gaman að koma saman með strákunum," sagði Arnór.

Arnór sagðist hafa rætt við landsliðsþjálfarann Åge Hareide um hlutverk í liðinu ef til kæmi að hann myndi spila. „Við höfum farið yfir það og mér líst vel á það sem hann er að koma með inn í hópinn og liðið."

Arnór „fékk aðeins í nárann" í síðasta leik sínum með Norrköping í Svíþjóð. „Sjúkraliðið hér og ég sjálfur höfum verið að vinna mikið í þessu, þannig það lítur vel út."

Hvernig leggst í þig að spila á Laugardalsvelli á þjóðhátíðardaginn fyrir framan vonandi fulla stúku?

„Það gerist ekki betra en það, maður finnur fyrir stemningunni sem er að aukast og stemningunni í þjóðfélaginu. Það skiptir okkur líka máli að finna fyrir því. Það verður bara geggjað að spila fyrir vonandi fullan Laugardalsvöll á þjóðhátíðardaginn."

„Åge leggst mjög vel í mig, maður finnur það alveg að hann er með þvílíka reynslu og þekkingu á því sem hann er að gera og veit hvað til þarf til að ná árangri. Ég er mjög spenntur að vinna með honum."


Í lok viðtals var svo Arnór spurður út í frítímann sem leikmenn fá milli æfinga og funda. „Það eru frítímar inn á milli, en auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa um að líkaminn sé klár í næstu æfingu og næsta dag. Það er meðhöndlun, ísbað og spa alls konar. Síðan mega menn líka aðeins skreppa. Já, ætli maður nái ekki að renna af og til upp á Skaga," sagði Arnór og brosti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar fer hann yfir tímann hjá Norrköping og næsta skref á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner