Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
   þri 13. júní 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Sig: Ég og sjúkraliðið höfum verið að vinna í þessu
Icelandair
Á landsliðsæfingu í dag.
Á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net í dag og fór yfir komandi leik gegn Slóvakíu í undankeppni EM.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður skynjar að það eru allir gíraðir og klárir í þennan mikilvæga leik. Maður finnur að það er alltaf gaman að koma saman með strákunum," sagði Arnór.

Arnór sagðist hafa rætt við landsliðsþjálfarann Åge Hareide um hlutverk í liðinu ef til kæmi að hann myndi spila. „Við höfum farið yfir það og mér líst vel á það sem hann er að koma með inn í hópinn og liðið."

Arnór „fékk aðeins í nárann" í síðasta leik sínum með Norrköping í Svíþjóð. „Sjúkraliðið hér og ég sjálfur höfum verið að vinna mikið í þessu, þannig það lítur vel út."

Hvernig leggst í þig að spila á Laugardalsvelli á þjóðhátíðardaginn fyrir framan vonandi fulla stúku?

„Það gerist ekki betra en það, maður finnur fyrir stemningunni sem er að aukast og stemningunni í þjóðfélaginu. Það skiptir okkur líka máli að finna fyrir því. Það verður bara geggjað að spila fyrir vonandi fullan Laugardalsvöll á þjóðhátíðardaginn."

„Åge leggst mjög vel í mig, maður finnur það alveg að hann er með þvílíka reynslu og þekkingu á því sem hann er að gera og veit hvað til þarf til að ná árangri. Ég er mjög spenntur að vinna með honum."


Í lok viðtals var svo Arnór spurður út í frítímann sem leikmenn fá milli æfinga og funda. „Það eru frítímar inn á milli, en auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa um að líkaminn sé klár í næstu æfingu og næsta dag. Það er meðhöndlun, ísbað og spa alls konar. Síðan mega menn líka aðeins skreppa. Já, ætli maður nái ekki að renna af og til upp á Skaga," sagði Arnór og brosti.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar fer hann yfir tímann hjá Norrköping og næsta skref á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner