
„Það er alltaf gott að halda hreinu fyrir vörnina, markmann og allt liðið. Þeir sköpuðu ekki mikið en við gáfum þeim kannski eitt, tvö," sagði Ingvar Jónsson, landsliðsmarkmaður en hann fékk tækifærið í byrjunarliðinu gegn Möltu í kvöld.
Um æfingaleik var að ræða en Ísland vann öruggan 2-0 sigur. Þetta er aðeins í annað skipti sem Ingvar fær að byrja landsleik og hann er töluvert hrifnar af þvi en að koma inná í hálfleik.
Um æfingaleik var að ræða en Ísland vann öruggan 2-0 sigur. Þetta er aðeins í annað skipti sem Ingvar fær að byrja landsleik og hann er töluvert hrifnar af þvi en að koma inná í hálfleik.
„Þetta er í annað skipti sem ég fæ að byrja leik og það munar svolítið að fá að byrja og ekki koma inn í hálfleik. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið tækifærið og fengið 90 mínútur."
Þetta var síðasti leikur lansliðsins á árinu og var Ingvar að sjálfsögðu ánægður með að klára árið vel.
„Helgi og Heimir lögðu mikið upp með að klára árið vel og vinna þennan æfingaleik, við höfum ekki verið sterkir undanfarið í æfingaleikjunum. Það er mjög mikilvægt að enda þetta á jákvæðu nótunum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir