Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   mið 16. ágúst 2023 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ian Jeffs: Mér líður svakalega illa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs, þjálfari Þróttar, var svekktur og vonsvikinn eftir 2-1 tapið gegn Þórsurum í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Þróttur R.

Þróttarar hefðu auðveldlega getað gert út um leikinn á fyrsta hálftímanum. Hinrik Harðarson skoraði fyrir Þróttara eftir undirbúning frá Steven Lennon og þá gat Hinrik tvöfaldað forystuna þegar gestirnir fengu víti en Aron Birkir Stefánsson varði vítið.

Gestirnir fengu nóg af færum en það kostaði að nýta þau ekki og komust Þórsarar inn í leikinn er Alexander Már Þorláksson jafnaði metin áður en Ragnar Óli Ragnarsson skoraði seint í uppbótartíma.

„Mjög illa ef ég á að segja alveg eins og er. Mér líður svakalega illa og þetta er mjög svekkjandi. Heilt yfir fannst mér við sterkari aðilinn og við áttum að fá eitthvað út úr þessum leik og það er svona fyrsta tilfinning eftir leik,“ sagði Jeffs við Fótbolta.net er hann var spurður út í það hvernig honum leið eftir leikinn.

„Við vorum töluvert sterkari fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Við skorum mark, áttum víti og 2-3 hálffæri eftir það. Við hefðum átt að nýta þau augnablik betur til að komast í betri stöðu en við gerðum það ekki í dag. Þórsarar jafna leikinn og eftir það fannst mér leikurinn fjara út, en þeir skora sigurmarkið í blálokið og erfitt að kyngja því.“

„Við þurfum að reyna að gleyma þessum leik sem fyrst og byrja að hugsa um leikinn á sunnudaginn. Við getum ekki verið að svekkja okkur of mikið á þessu tapi. Þetta er sársaukafullt núna en við byrjum að undirbúa næsta leik á morgun.“

Lennon kom til Þróttara á láni frá FH út tímabilið og á hann eftir að reynast mikill styrkur fyrir liðið.

„Þetta er frábært fyrir okkur að fá svona leikmann. Þetta gerðist á síðustu stundu en hefði kannski viljað fá svona liðsstyrk sem við erum að fá núna aðeins fyrr. Það er frábært fyrir okkur að fá leikmann eins og hann og á hann eftir að hjálpa okkur í þessum leikjum sem eru eftir,“ sagði Jeffs um Lennon.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner