Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 18. ágúst 2024 20:27
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Sennilega sanngjörn niðurstaða
Sagði jafntefli vera sanngjörn úrslit, en svekktur að hafa ekki stolið þessu.
Sagði jafntefli vera sanngjörn úrslit, en svekktur að hafa ekki stolið þessu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara hörkuleikur. Fullt af færum og hefði getað verið mun stærra en 1-1, en við erum svona smá svekktir með að hafa ekki unnið. Komumst yfir á heimavelli og hefðum viljað skora svona 2-3 mörk í viðbót í fyrri hálfleik. Svo sköllum við í stöng á 94. mínútu, þannig að maður er smá svekktur en á heildina litið yfir leikinn þá er ekki hægt að tala um að það sé ósanngjarnt að leikurinn fari jafntefli því að Stjarnan átti líka sín færi. Sennilega sanngjörn niðurstaða,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

Leikurinn gekk endanna á milli síðustu 15-20 mínúturnar og margar þreyttar lappir á vellinum. Liðin skiptust á að sækja á mörgum mönnum og fámennar varnir þurftu oft að hreinsa upp eftir gráðuga sóknarmennina.

„Stjarnan eru rosalega góðir í sumum þáttum leiksins. Þeir spila hratt á milli línanna og ná að skapa svona smá óvissu, en svo þegar við vinnum boltann að þá er allt opið. Mér fannst við gera það vel í fyrri hálfleik þegar við unnum boltann, að skapa góða stöðu úr þessu. Spiluðum fram á við og fórum í þau svæði sem að þeir skildu eftir. Við hefðum getað skorað mun fleiri mörk, en í seinni hálfleik vorum við orðnir svolítið þreyttir í færslunum og opnir en eins og ég segi - við sköpum samt dauðafæri í lokin og hefðum getað tekið þetta,'' sagði Hallgrímur.

Dagur Ingi Valsson kom til KA frá Keflavík á gluggadeginum. Hvað eru KA að fá í leikmanni eins og honum?

„Hann er hörkugóður á boltann. Hann getur tekið menn á og svo er hann bara stór og "physical". Hann hefur mikil gæði á boltanum sem að við teljum að muni henta okkur og svo eru nokkur atriði þar sem að hann þarf að kynnast okkar leikstíl og aðeins að slípa hann til. Þá ætti hann að vera hörkuleikmaður fyrir okkur og geta gefið okkur stig fram á við - bæði mörk og stoðsendingar,'' sagði Hallgrímur Jónasson.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner