Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
   mán 24. október 2022 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Við vorum mjög „light weight" í dag
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti KR á heimavelli hamingjunnar í síðasta leik 4.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. 

Eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem KR leiddi var allt annað á teningnum í þeim síðari og snéru þeir taflinu við áður en KR jafnaði seint í síðari hálfleik og þar við sat.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Miðað við hvernig leikurinn var einhvernveginn þá var þetta kannski bara svolítið sanngjarnt. Ef eitthvað var þá fannst mér KR fá betri færi heldur en við þannig að 2-2 er kannski allt í lagi." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var hrikalega dapur og við fengum ekki eitt einasta færi og vorum með smá yfirburði úti á velli en við gerðum lítið til að skapa eitthvað og okkur vantaði alla ákefð og vorum að tapa mikið leikstöðunni einn á móti einum en það lagaðist aðeins í síðari hálfleik og við komumst í 2-1 og fengum dauðafæri til þess að komast í 3-1 en svo verð ég bara að segja að ég var hálfpartinn farinn að bíða eftir að KR myndi skora því það slökknaði ótrúlega mikið á okkur en 2-2 er svo sem allt í lagi, við vorum mjög light weight í dag, það vantaði marga þungaviktargaura og það er kannski ástæðan fyrir því að við vorum að tapa mikið návígjum einn á móti einum."

Breiðablik bíður Víkings í lokaumferðinni en Breiðablik fær Íslandsmeistaraskjöldinn afhentan að leik loknum.

„Þú villt mæta og eyðileggja partýið það er ekkert flóknara en það en þeir voru besti á Íslandsmótinu og við vorum frábærir í vetur og frábærir í bikarkeppninni og frábærir í Evrópukeppninni en þeir unnu Íslandsmótið og voru bestir þar og unnu það mjög sannfærandi og sanngjarnt en þú sendir alltaf skilaboð þegar þú spilar við meistarana og nú fá þeir kannski að finna fyrir því hvernig okkur leið í sumar þegar allir andstæðingar gáfu 120% á móti meisturunum og þannig er það og þannig á það að vera og ég efast ekki um að þeir muni taka hressilega á móti okkur og úr verður bara hin skemmtilegasti leikur."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner