Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   sun 28. júlí 2024 23:06
Sölvi Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Mörk létta lífið
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Arnar var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er virkilega ánægður. Þetta eru erfiðir leikir milli Evrópuleikjanna en mér fannst við spila virkilega vel. Fyrstu 25 mínúturnar voru torsóttar en eftir það tókum við yfir og sýndum virkilega flotta frammistöðu.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-1 sigur á HK í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  1 HK

Ég sagði við strákana í hálfleik að þú þarft að vinna fyrir því að snú mómentinu fyrir þig í íþróttum og fótbolta og reyndar bara í lífinu. Mér fannst við gera það vel í hálfleik. Mörk létta lífið. Um leið og við skoruðum fóru menn að þora að tjá sig með boltann. Boltinn er vinur leikmannsins, hann er ekki óvinur þinn.

Mér leiðist að taka einhvern einn mann fyrir en ég verð samt að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Hann lyftir leik okkar á nýtt og hærra level þegar við þurftum svo sannarlega á því að halda í fyrri hálfleik.

Það voru fjórir mjög góðir leikmenn sem við gáfum hvíld í dag. Mig hefur mjög lengi langað að gefa Sveini Gísla mínútur, það er leiðinlegt að hann hafi ekki byrjað fleiri leiki en hann fékk góðar 70 mínútur núna. Hann átti að skora reyndar eftir hornspyrnu minnir mig. Hann stóð sig mjög vel.

Við verðum að fara með því hugarfari inn í seinni leikinn að við ætlum ekki að gefast upp. Ég held að um leið og við skorum þetta blessaða mark verða þeir stressaðir og óagaðir. Við þurfum að sækja það mark og móment. Það gæti tekið 90 mínútur en það er allt í lagi. Sama á hvað dynur þurfum við að hafa trú á verkefninu. Þess vegna var svo mikilvægt að fá sigur hér í kvöld til að fara brosandi upp í flugvélina.

Helgi Guðjóns skoraði í dag eftir að koma inn á af bekknum en hann virðist alltaf skora eftir að koma inn á af bekknum.

Hann er reyndar þegar hann byrjar líka en hann virðist skora alltaf af bekknum. Ég hef sagt það 100 sinnum áður, þegar hann er á bekknum er hann lesandi leikinn og hann er alltaf klár. Hann er örugglega drullufúll út í mig að hafa ekki byrjað í kvöld en vonandi fer hann sáttur á koddann í kvöld.“ sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner